Svíþjóð – Stéttarfélagið Vårdförbundet hefur hafnað sáttartillögu frá sáttasemjara í deilu sinni við Sobona. Sobona eru samtök sveitarfélaga í Svíþjóð sem semja fyrir hönd fyrirtæki í eigu sveitarfélaganna, svolítið eins og Samtök íslenskra sveitarfélaga. Þrátt fyrir það hefur stéttarfélagið lýst yfir vilja til að hefja samningaviðræður á grundvelli tillögunnar. Aðalágreiningsefnið er krafa Vårdförbundet um styttingu vinnuvikunnar um 75 mínútur án þess að laun lækki.
Sineva Ribeiro, formaður Vårdförbundet, tjáði vonbrigði yfir því að ekki skyldi nást samkomulag um styttingu vinnuvikunnar. Hún benti á að þrátt fyrir höfnunina væri félagið tilbúið að ræða við Sobona út frá tillögunni. „Við viljum ljúka þessari deilu með samningi sem er hagstæður fyrir meðlimi okkar og tryggir gæði heilbrigðisþjónustunnar,” sagði Ribeiro.
Sten Nordin, varaformaður Sobonas, lýsti yfir vonbrigðum með ákvörðun Vårdförbundet en tók fram að Sobona hafi verið tilbúið að samþykkja tillöguna, sem innihélt tveggja tíma vinnutímaskerðingu á viku fyrir ákveðna hópa innan heilbrigðisþjónustunnar. „Það er mikilvægt að við finnum lausn sem hentar báðum aðilum til að tryggja áframhaldandi gæði þjónustunnar,” sagði Nordin.
Verkfallið, sem hófst 4. júní, nær til um það bil 3.300 hjúkrunarfræðinga, röntgenhjúkrunarfræðinga og lífeindafræðinga. Vårdförbundet hóf yfirvinnubann og nýráðningar þann 25. apríl, sem hefur náð til 63.000 félaga. Ef ekki næst samkomulag gæti verkfallið haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilbrigðisþjónustuna í landinu.
Rétt er að skýra betur að Vårdförbundet er í samningaviðræðum við tvo aðskilda samningsaðila: Sobona og Sveriges Kommuner och Regioner (SKR), þó að báðir aðilar séu tengdir sveitarfélögum og heilbrigðisþjónustu. Sobona er arbetsgivarorganisation fyrir fyrirtæki í eigu sveitarfélaga, á meðan SKR fulltrúar sveitarfélaga og regioner í Svíþjóð. Samningaviðræður Vårdförbundet við Sobona eru í gangi og þrátt fyrir að samningastaða við SKR sé óbreytt hefur SKR lýst yfir vilja til að leggja fram svipað tilboð og Sobona ef þörf krefur.
Mynd: Sineva Ribeiro fyrir utan Karolinska sjúkrahúsið þegar verkfallið byrjaði 4. júní.