Á fimmta þúsund manns, eða 4.549 þegar þetta er skrifað, hafa lagt nafn sitt við undirskriftarsöfnun á Ísland.is þar sem biðlað er til Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra að hætta alfarið við fyrirhugaðan brottflutning hins 11 ára Yazans Tamimi og fjölskyldu hans. Yazan er með með Duchenne-sjúkdóminn en í upphafi mánaðar var greint frá því að ákveðið hefði verið að fresta brotvísun fjölskyldunnar úr landi um mánuð.
„Flest þekkjum við til máls Yazan Tamimi og fjölskyldu hans. Flestum er okkur misboðið. Flest okkar eru komin með nóg af afmennsku og óskiljanlegum aðförum stjórnvalda að einstaklingum í viðkvæmri stöðu. Mörg okkar eru að missa vonina. Flest erum við búin að missa traust. Hinsvegar erum við flest enn réttsýn. Ráðherrar benda á hvern annan, tala um kerfi og stofnanir. Sem allt eru jú bara fólk. Hinsvegar ber dómsmálaráðherra vor, Guðrún Hafsteinsdóttir, ábyrgð á þessari „kerfislegu ákvörðun“ og er af einhverri ástæðu stolt af sinni vegferð,“ segir í lýsingu á undirskriftarsöfnuninni.
Þó brotvísun fjölskyldunnar hafi verið frestað þá kvaðst Feryal Tamimi, móðir Yazans, en áhyggjufull í viðtali við RÚV á dögunum.