Átelur fúsk íslenska ríkisins og óvægið viðhorf til atvinnulausra

Ekki stendur steinn yfir steini í íslenskri stjórnsýslu samkvæmt Eft­ir­lits­stofn­un EFTA, ESA, sem höfðar þrjú mál gegn Íslandi vegna handvammar og ófaglegrar stjórnsýslu .

Þetta varð ljóst með bréfum sem ESA sendi íslenskum stjórnvöldum í gær.

Brestir birtast meðal annas í að vinnulagi er áfátt við rannsókn flugslysa, lífeyrisréttindi og eftir­lit á sviðum mat­væla, fóðurs og dýra­heil­brigðis. Þá skerða íslensk stjórnvöld ferðafrelsi atvinnulausra úr hófi fram skv. ESA þegar atvinnulausir þurfa að ferðast út fyrir landsteinana af heilsufarsástæðum.

Sem dæmi um stofnanir sem fá á baukinn en fá nú tíma til andsvara eru Mat­vælaráðuneytið, Um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðuneytið, Mat­væla­stofn­un, Um­hverf­is­stofn­un og Heil­brigðis­eft­ir­lit sveit­ar­fé­laga.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí