Fyrirtækjaómenning Disney nær nýjum hæðum

Bandaríkin Suður-Kalifornía. Það ætti ekki að koma neinum á óvart þeim sem fylgjast með baráttu láglaunafólks í Bandaríkjunum að þar beita stórfyrirtæki ótrúlega lúalegum brögðum til að koma í veg fyrir að fólk fái að skipuleggja sína réttmætu kjarabaráttu.

Í verkfærakistu stórfyrirtækja gegn því að láglaunafólk skipuleggi sína baráttu þar í landi eru verkfæri eins og njósnir, ógnanir og hótanir gegn starfsfólki normið. Disney rekur tvo gríðarlega vinsæla skemmtigarða í Suður-Kaliforníu sem kalla á fjöldann allan af láglauna vinnuafli eða alls um 14 þúsund manns. Í eigenda- og stjórnendamenningu þar í landi virðist allt vera leyfilegt til að berja niður láglaunafólk og er jafnvel talið til digða að gera það á sem ómannsekulegasta hátt sem hugsast getur.

Það sem er kannski nýtt sem verkfæri hjá þeim er að láta reyna á staðbundin lög um lágmarkslaun. Stjórnkerfið í Kaliforníu er þannig að borgir hafa miklu meira sjálfræði í að setja lög innan síns svæðis heldur en til dæmis Reykjavík. Disney gerði nákvæmlega það gegn lágmarkslaunalögum í borginni Anaheim og fór með það mál alla leið til hæstaréttar fylkisins sem vísaði málinu frá og þar með staðfesti það að Disney þarf að beygja sig undir þessi lög sem eiga að tryggja það að láglaunafólk geti rétt svo dregið fram lífið.

Þessi lög tryggja 19,90 dollara á tímann en Disney neitar að lúta þeim. Því hefur láglaunafólkið boðað til atkvæðagreiðslu um verkfall næsta föstudag. Það eina sem Disney hefur boðið er 25 cent á tímann til starfsfólks sem hefur 20 ára starfsreynslu.

Ef verkfallið verður að veruleika gæti það haft mikil áhrif á rekstur skemmtigarða Disney í Suður-Kaliforníu.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí