Karlar í læknastétt stundum varasamir konum

Umræða er nú á Internetinu hvort íslenskir karlar og einkum eldri karlar í læknastétt taki oft ekki nægilegt mark á konum sem leita sér læknishjálpar.

Stundum með alvarlegum afleiðingum.

Íslensk kona hefur greint frá því að hún hafi leitað til læknis, langt gengin af krabbameini. Hún hafi verið send heim með laxerolíu.

Vegna þeirrar fréttar hefur Magnea Marínósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur stungið niður penna á facebook. Magnea þekkir konu sem gekk milli lækna í fjögur ár án þess að fá bót meina sinna. Hún var ung og hraustleg þótt hún væri viss um að eitthvað væri að. Karlar í læknastétt sem hún leitaði til greindu hana með heilsukvíða.

Það var ekki fyrr en konan hitti unga konu í læknisstarfsnámi sem hún var send í frekari rannsókn. Þá kom langt genginn krabbi í ljós. Konan var bæði með almenn og sértæk einkenni krabbameinsins.

„Ég hef stundum velt fyrir mér hvort breyta eins og kyn skipti máli,“ segir Magnea og ræðir þar einkum sviðsmyndina þegar karlkyns læknar meðhöndla kvenkyns sjúkling.

Hún spyr hvort einkum sumir eldri karlar í læknastétt taki  ekki mark á sumum ungum konum?

„Ég hef heyrt of margar sögur sem eru svipaðar þessum því miður,“ segir Magnea.

Taka fleiri konur undir með henni.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí