Menningarglæpur í Miðbænum

Í dag er verið að mála yfir líklega eitt frægasta grafitti eða vegglistaverk Íslands, á eftir „Flatus lifir“ í Mosfellsbæ. Það er verkið sem hefur prýtt Laugaveg 34 um árabil, sem sýnir hvernig á að gera bindishnút. Ástæðan fyrir þessu er sögð vera brotthvarf Verslunar Guðsteins Eyjólfssonar úr húsnæðinu.

Frá þessu er greint innan Facebook-hóps íbúa Miðbæjarins en þar er talað tæpitungulaust og þetta sagt menningarglæpur. „Andskotans vitleysa að það þurfi að umturna ÖLLU sem einkennir þennan blessaða sektara. 100 ára saga þarna!! Að það þurfi alltaf að þurrka út söguna til að halda áfram er gjörsamlega sturluð byggðaþróun. Hér stóð… æj, ég man það ekki. Allavegan er hægt að fá pulsu hérna núna,“ skrifar einn íbúi.

Annar spyr: „Bíddu er þetta ekki friðað?“ meðan sá þriðji segir „Kúlturlaust pakk!!!“. Sá fjórði skrifar svo: „Það er ótrúlegt að sjá hvernig gamli miðbærinn hefur verið máður burtu undir einhverskonar nordic Disneyland. Söluvarningur og fölsk upplifun handa túristum hvert sem komið er við. Við erum búin að selja ofan af miðborginni alla sjálfsprottna menningu fyrir uppdiktaða glansmynd af landi og þjóð. Stemmningin í bænum er svo eftir því. Áreitið þar er orðið stöðugt og persónulega stytti mér alltaf leið framhjá bænum, framhjá túristum með símana á lofti. Sem heimta leiðarlýsingar og random útskýringar eins og við séum bara öll í vinnu fyrir þau. Sirkusapar.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí