Sakar Fiskistofu um lögleysu
Strandveiðisjómenn víða um land eru ekki sáttir við að veiðar þeirra hafi verið flautaðar af í gær á sama tíma og sjórinn er fullur af fiski að þeirra sögn.
Arthur Bogason, sem lengi hefur farið fyrir smábátasjómönnum, segir að ekki hafi náðst að veiða úr öllum pottinum. Matvælaráðherra hafi úthlutað aukakvóta en sjómenn fái ekki að veiða hann allan.
Fiskistofa tilkynnti stöðvun veiðanna í gær í blóra við heimildir að mati Arthurs.
„Sá sem setur trillubátum með handfæri skorður er almættið og náttúran. Við þurfum ekki hjálp frá fiskifræðingum eða stjórnmálamönnum til að þessu sé stýrt. Reynsla manna á þessu sumri er að sjórinn er fullur af fiski. Og það er grátlegt að það skuli vera kallað af þegar svoleiðis aðstæður eru,“ segir Arthur,“ í samtali við Vísi.
Um 750 bátar stunduðu strandveiðar í sumar.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward