Spillingarbælið Ísland eyði framtíð ungs fólks

Ragnar Önundarson sjálfstæðismaður og fyrrverandi bankastjóri skýtur hressilega á kollega sína í ríkisstjórninni í færslu sem hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum.

Ragnar deilir frétt Viðskiptablaðsins um að íbúðaverð sé komið  á fleygiferð á ný. Árshækkun vísitölu íbúðaverðs mælist nú 9,1% og hefur ekki verið meiri síðan í febrúar 2023. Segir sig sjálft að ungt fólk á lítinn séns í slíku árferði að koma undir sig fótunum húsnæðislega, enda bendir sitthvað til að margir ungir Íslendingar flýji nú landið með látum og óbragði í munni.

Ríkisstjórnin aðhefst ekki neitt.

„Sá sem byggir pólitíska stefnu sína á markaðslausnum verður að vakta það hvort virkur markaðar sé til staðar. Ef svo er ekki er um “markaðsbrest” að ræða,“ segir Ragnar og vísar til stórfelldra uppkaupa hákarla á íbúðum undanfarið.

„Sýni stjórnmálamaður sem er fylgjandi markaðsbúskap því tómlæti, að efla virkni markaðarins, er hann annað hvort hagsmunatengdur, þ. e. vanhæfur, eða fáfróður, þ.e. óhæfur,“ segir Ragnar.

„Núna hirða fjárfestar yfirgnæfandi hlutfall nýrra íbúða í ljósi þess að áframhaldandi skortur er fyrirséður,“ segir Ragnar ennfremur. „Skorturinn gulltryggir gróða sem tekinn er af unga fólkinu og þeim sem verða að stækka við sig,“ segir hann einnig. Hann bætir við að ef markaðurinn sé ekki virkur beri hinu opinbera að grípa inn í.

„Ekkert VEIÐILEYFI má gefa á almenning,“ segir hann. „Tómlæti ráðamanna er hrópandi. Almenningur ER = hið opinbera. BURT með fólk sem virðir þetta ekki. Burt!“

Ragnar er ekki einn um að gagnrýna ástandið þessa dagana. Séra Örn Bárður Jónsson segir í athugasemd við færslu Ragnars:

„Spilafíklar viðskiptalífsins stunda þetta og eiga klappstýrur á alþingi og ennfremur á stólum ráðherra. Ísland er spillingarbæli auðsfíkla sem þyrftu að fá meðferð og fræðslu um í siðfræði og þau grunngildi sem þú nefnir hér.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí