Guðmundur Egill Erlendsson, lögmaður og mótorhjólamaður, biður þá sem urðu vitni að stórhættulegum akstri íslensks ökumanns um helgina að veita lögreglu upplýsingar eða leita til hans sjálfs.
Glanninn sem nú er leitað ók grárri eða dökkgrárri Mitsubishi Outlander bifreið með einkanúmeri síðastliðið sunnudagskvöld. En við skulum gefa Guðmundi Agli orðið:
„Á sunnudagskvöldinu 30. júní um 18:45 var ég á mótorhjólinu á leið eftir Langadal á Akureyri. Að nálgast Auðólfsstaði mæti ég 5-6 bíla lest og einum bíl sem var að taka fram úr lestinni á mínum vegahelmingi. Vegrið var hægra megin svo að útafakstur var ómögulegur. Vinstra megin var svo téð lest svo að valmöguleikarnir voru fáir góðir,“ segir Guðmundur Egill.
„Skemmst er frá að segja að ég næ að gíra mig niður í 3. gír og bremsa mig niður í malbik. En þegar 50-100 metrar voru eftir í þennan fávita í framúrakstrinum skellti ég hjólinu niður á hægri hliðina (og sendi honum áreiðanlega fingurinn með vinstri) og hófst handa við að slétta gróft yfirborð þjóðvegarins með leðrinu og hjálminum, steinrotaðist og man lítið eftir meiru fyrr en ég reif mig á fætur, losaði restina af hjálminum af mér og urraði á viðstadda hvort einhver hefði náð númerinu hjá fávitanum sem BTW keyrði burtu,“ bætir hann við.
Yndislegt fólk stoppaði og hlúði að Guðmundi.
Hann sparar þó ekki stóryrðin gagnvart þeim sem olli slysinu. Þeim sem stakk af og skildi Guðmund eftir í götunni með laskað hjól og brotnar og tættar hendur.
„Og jú sprungna vör, ónýtan hjálm og leður, svo ekki sé minnst á ofsareiði sem seint sjatnar.“
Svona leit fína hjólið hans Guðmundar út fyrir slysið, en mestu varðar að hann hafi ekki slasast enn vett. Framúrakstur hefur oft kostað mannslíf á íslenskum þjóðvegum.