Drykkja hjá sveitarstjórn: „Sláandi hvernig var verið að tengja áfengi við vinnutengda viðburði“

„Það kom mér á óvart að sjá áfengi á viðburðum, þar sem er boðið upp á léttar veitingar eftir samkomur eða málþing. Að léttar veitingar þýðir í raun áfengi. Það kom mér á óvart að ég fór að taka eftir þessu aftur og aftur, til dæmis á viðburðum þar sem sveitarstjórnarfólk, bæjarfulltrúar, koma saman á sameiginlegum ráðstefnum að þegar það er búið þá er oft hvött til að fara fram og fá okkur léttar veitingar.“

Þetta sagði Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista, í viðtali við Rauða borðið sem sýnt verður í kvöld. Hún var spurð hvort hún hefði tekið eftir sambærilegri drykkjumenningu á sveitarstjórnarstiginu og Jódís Skúladóttir, þingkona Vg, lýsti í viðtali við Rauða borðið í gær. Hún sagðist svo sannarlega tekið undir með Jódísi að það væri ákveðin drykkjumenning í tengslum við stjórnmálin á Íslandi.

„Mér fannst sláandi hvernig var verið að tengja áfengi við vinnutengda viðburði, mér finnst sérstakt að sjá hvernig þetta er svona komið inn á vinnustaðinn. Ég get nefnt dæmi, eins og þegar það er síðasti fundur fyrir jólafrí í borgarráði, þá hefur verið verið áfengi. Þegar við erum að klára umræðu um fjárhagsáætlun, sem er einu sinni á ári og tekur oft mjög á, við erum langt fram á nótt, þá er boðið upp á áfengi.“

Viðtalið við Sönnu Magdalenu má heyra og sjá í kvöld við Rauða borðið á Samstöðinni.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí