„Það kom mér á óvart að sjá áfengi á viðburðum, þar sem er boðið upp á léttar veitingar eftir samkomur eða málþing. Að léttar veitingar þýðir í raun áfengi. Það kom mér á óvart að ég fór að taka eftir þessu aftur og aftur, til dæmis á viðburðum þar sem sveitarstjórnarfólk, bæjarfulltrúar, koma saman á sameiginlegum ráðstefnum að þegar það er búið þá er oft hvött til að fara fram og fá okkur léttar veitingar.“
Þetta sagði Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista, í viðtali við Rauða borðið sem sýnt verður í kvöld. Hún var spurð hvort hún hefði tekið eftir sambærilegri drykkjumenningu á sveitarstjórnarstiginu og Jódís Skúladóttir, þingkona Vg, lýsti í viðtali við Rauða borðið í gær. Hún sagðist svo sannarlega tekið undir með Jódísi að það væri ákveðin drykkjumenning í tengslum við stjórnmálin á Íslandi.
„Mér fannst sláandi hvernig var verið að tengja áfengi við vinnutengda viðburði, mér finnst sérstakt að sjá hvernig þetta er svona komið inn á vinnustaðinn. Ég get nefnt dæmi, eins og þegar það er síðasti fundur fyrir jólafrí í borgarráði, þá hefur verið verið áfengi. Þegar við erum að klára umræðu um fjárhagsáætlun, sem er einu sinni á ári og tekur oft mjög á, við erum langt fram á nótt, þá er boðið upp á áfengi.“
Viðtalið við Sönnu Magdalenu má heyra og sjá í kvöld við Rauða borðið á Samstöðinni.