Fengi bara brunabótamatið ef það gýs: „Galið, algjört bull“

„Þú ert ekki búinn að selja húsið þitt, þú átt húsið þitt. Nú gerist það agalegasta, þið þurfið að yfirgefa með hraði og við skulum gefa okkur það að þið komist út bænum en húsið ykkar fer undir hraun. Búum til þá sviðsmynd, hvar standið þið lagalega?“

Svo hljóðaði síðasta spurningin sem Magnús Gunnarsson, trillukarl í Grindavík og einn fárra sem ekki hefur selt heimili sitt í Grindavík, var spurður í viðtali við Rauða borðið sem sýnt verður í kvöld. Hann var ekki lengi að svara því, hann færi ekki vel út úr því.

„Við myndum standa illa. Við erum nýbúin að byggja við húsið, taka það allt í gegn. Við ættum rétt á brunabótamati, sem var fyrir 10. nóvember. Sem er galið. Algjört bull. Það væri staðan, ef hið versta gerðist. Samt á ég húsið mitt í Grindavík.“

Viðtalið við Magnús má sjá i heild sinni í kvöld en einnig var rætt við Jóhanna Lilja Birgisdóttir, yfirsálfræðingur á félagsþjónustu-og fræðslusviði Grindavíkurbæjar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí