„Þú ert ekki búinn að selja húsið þitt, þú átt húsið þitt. Nú gerist það agalegasta, þið þurfið að yfirgefa með hraði og við skulum gefa okkur það að þið komist út bænum en húsið ykkar fer undir hraun. Búum til þá sviðsmynd, hvar standið þið lagalega?“
Svo hljóðaði síðasta spurningin sem Magnús Gunnarsson, trillukarl í Grindavík og einn fárra sem ekki hefur selt heimili sitt í Grindavík, var spurður í viðtali við Rauða borðið sem sýnt verður í kvöld. Hann var ekki lengi að svara því, hann færi ekki vel út úr því.
„Við myndum standa illa. Við erum nýbúin að byggja við húsið, taka það allt í gegn. Við ættum rétt á brunabótamati, sem var fyrir 10. nóvember. Sem er galið. Algjört bull. Það væri staðan, ef hið versta gerðist. Samt á ég húsið mitt í Grindavík.“
Viðtalið við Magnús má sjá i heild sinni í kvöld en einnig var rætt við Jóhanna Lilja Birgisdóttir, yfirsálfræðingur á félagsþjónustu-og fræðslusviði Grindavíkurbæjar.