**UPPFÆRT** Sviðsstjóri Almannavarna, Runólfur Þórhallsson, ítrekar að allir sem eftir eru í Grindavík verði að yfirgefa bæinn. Tvær sprungur hafa opnast Grindavíkurmegin við varnargarðana.
Eldgos er hafið og hefur ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýst yfir neyðarstigi. Eldgosið á upphaf við Sundhnúkagígaröð og hefur á skömmum tíma brotist upp rétt fyrir innan varnargarðinn við Grindavík, rýming hefur að mestu farið fram en þó hafa fáeinir íbúar bæjarins kosið að halda kyrru fyrir og þegar þetta er skrifað, rúmlega hálf ellefu að morgni þriðjudags eru það í kringum átta manns.
Glöggur netverji á samfélagsmiðlinum X vakti máls á því sem virðist vera beint streymi frá Grindavík og nágrenni á vegum kanadíska ferðamiðilsins Afar.tv en þar má horfa á rýmingu bæjarins í beinni útsendingu og jafnvel fylgja eftir bílum sem aka úr bænum.
Þetta er eftirlitsmyndavél að streyma rýmingu fjölskyldna í beinni og fylgja bílum í Grindavík eftir..? pic.twitter.com/twSlOZ3yFk
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.