Hræðileg verðlaun fyrir að halda uppi velferðarkerfinu: „Ég verð bara dálítið reið“

„Við óskuðum eftir því að Efling gæfi okkur leyfi til að taka úrtak meðal kvenna í þeirra stéttarfélagi. […] Það sem er gegnumgangandi í öllum niðurstöðunum, er að konurnar sem eru á lágum launum, 500 þúsund eða minna árið 2022, hafa minni trú á hinu opinbera kerfi. Til dæmis ef við spyrjum hvort viðkomandi haldi að hið opinbera myndi aðstoða þig eða vera til taks ef þú þyrftir á því að halda, þær hafa minni trú á því. Líkamleg heilsa þeirra er verri. Andleg heilsa er verri. Þær þurfa að neita sér um hluti svo sem kuldaskó eða hlýja úlpu.“

Þetta sagði Kristín Heba Gísladóttir, forstöðukona Vörðu, rannsóknaseturs vinnumarkaðarins, í viðtali við Rauða borðið sem sýnt verður í kvöld þar sem hún ræðir stöðu lágtekjukvenna á Íslandi í dag. En Kristín bendir á að það eru ekki einungis konurnar sjálfar sem finna fyrir ömurðinni sem fylgir lágum launum, því börn þeirra hafa það jafn skítt.

„Konurnar sem eru á lægstu laununum eru konurnar sem halda uppi velferðarkerfinu okkar. Þær eru á leikskólunum með börnin okkar, í grunnskólunum, í heilbrigðisþjónustunni, á öldrunarheimilunum. Ég verð bara dálítið reið við þessa hugsun.“

Viðtalið við Kristínu Hebu má sjá við Rauða borðið í kvöld.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí