Hrunið fylgdi velgengninni: „Þá ákvað ég að snúa mér alfarið að því að selja dóp“

„23 ára gef ég út plötu, Dr. Mister & Mr. Handsome, og við slógum vel í gegn á þeim stutta tíma sem við vorum í gangi. Þetta var rúmt ár. En eftir það kemur hrun hjá mér, þar sem dópaði mig í köku, og þá ákvað ég að snúa mér alfarið að því að selja dóp.“

Þetta segir Ívar Örn Katrínarson í viðtali við Rauða borðið þar sem hann rekur ferð sína til helvítis dópheimsins og leiðina til baka. Ívar Örn gaf nýverið út endurminningar sínar, Ég ætla að djamma þar til ég drepst.

Líkt og fyrr segir þá skaust hljómsveitin Dr. Mister & Mr. Handsome hratt upp á stjörnuhimininn. Sumarið 2006 slógu fjögur lög af 13 laga plötu í gegn hvert á eftir öðru. Því má vafalaust fullyrða það eina ár sem hljómsveitin var virk, þá hafi hún verið meðal þeirra allra vinsælustu á landinu.

Þeirri velgengni fylgdi þó enginn glamúr. „Ég var orðinn svo illa farinn eftir Dr. Mister & Mr. Handsome, af vöku, af næringarskorti. Ég var svo kvíðinn og útbrunninn. Ég var í rauninni heimilislaus mest allan tímann. Ég flakkaði bara á milli sófa. Ég enda á því að flýja til Danmerkur.“

Hér fyrir neðan má horfa á viðtalið við Ívar í heild sinni en óhætt er að segja að leið hans á botninn hafi rétt að vera að byrja þegar hann flýr frá velgengninni á Íslandi til Danmerkur.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí