Ofbauð ofdrykkjan á Alþingi í sumar

„Neysla einstaklings er aldrei hans einkamál.Þegar að neysla er komin úr hófi, hvort sem það eru nokkur glös á hverju kvöldi eða ein flaska á laugardegi. Hvernig sem það birtist, þá hefur þetta áhrif á líf fólks. Nú ætla ég að kasta bombu. Ég ávarpaði það í forsætisnefnd í sumar að mér ofbauð áfengneysla í kringum þinglokin. Þetta er margra áratuga saga. Við höfum haft stór blaðamál, fólk jafnvel verið svipt ærunni.“

Þetta sagði Jódís Skúladóttir, þingkona Vg, í viðtali við Rauða borðið sem sýnt verður í kvöld. Jódís Skúladóttir þingmaður VG upplýsir að hún hafi gert athugasemd innan forsætisnefndar Alþingis vegna drykkju þingmanna við þinglok í vor. Hún segir ómenningu tíðkast í sambandi við áfengi hér á landi. Þá vill Jódís að fagmennska í meðferðarstarfi verði aukin.

Hún lýsir sig alfarið á móti tilraunum margra sem sitja í stjórninni ásamt henni til þess að auka framboð áfengis á Íslandi. Raunar ættu, líkt og fyrr segir, sumir þingmenn að líta sér nær.

„Ég hef enga þörf til að nefna nöfn, en ég verð að líta svo á að ég sem óvirkur alkahólisti eigi heimtingu á því að á mínum vinnustað að þar sé ekki drykkjuskapur. Sem þingmaður þar ég að mæta í allskonar veislur og móttökur, taka á móti einhverjum erlendum gestum, þar sem er allt önnur menning og neysla öðru vísi. Þar hef ég alltaf val um að segja nei takk, ég drekk ekki áfengi og ég hef alltaf val um að stimpla mig út og fara bara upp á hótel eða fara heim,“ sagði Jódís og hélt áfram:

„Það stendur þingfundur og störf þingsins eru í fullum gangi, ég sem varaforseti Alþingis hef skyldum að gegna, þá hef ég ekkert val um að fara. Mér finnst þetta óvirðing við land og þjóð. Mér finnst þetta óvirðing við samstarfsfólkið og ég skil það alveg að langir dagar, langt fram á nætur, þetta er auðvitað erfitt og fólk finnur hjá sér þörf til að drekka. Stress og ofboðslega flókin mál í gangi. En  þetta er ekki boðlegt. Það er aldrei svo að einhver sé að drekka brennivín og það hafi almennt engin áhrif á nokkurn annan,“ sagði Jódís.

Viðtalið við Jódísi verður sýnt í Rauða borðinu í kvöld en þeir sem vilja fá forsmekk af þætti kvöldsins geta horft á viðtalið við Jódísi hér fyrir neðan í heild sinni.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí