Árni Guðmundsson, félags- og uppeldisfræðingur og formaður Félags foreldra gegn áfengissölu, er maðurinn sem kærði sjálfa sig, líkt og frægt er orðið fyrir áfengiskaup. Því atviki var greint frá ítarlega á Vísi í fyrra en í stuttu máli þá vildi Árni með þessu kalla fram viðbrögð lögeglunnar við þeirri lagalegu óvissu sem nú ríkir vegna netsölu á áfengi af íslenskum einkaaðilum, en margir vilja meina að þar sé verið að misnota glufu í lögum. Fram að þessu hafa þetta verið minni fyrirtæki en fyrir helgi Hagkaup að stunda þessa sömu aðferð.
Í viðtali sem sýnt verður við Rauða borðið í kvöld segist Árni vera nokkuð svartsýnn á lögreglan stöðvi það uppáætæki eigenda verslunarinnar, að svo stöddu í það minnsta. „Þannig var að það var búið að kæra þetta netsöufyrirkomulag, en það skeði ekki neitt, það var eins og þetta væri eitthvað tómarúm. Forsagan var að ÁTVR kærði þessaa netsöölu en því var vísað frá því ÁTVR var ekki aðili að málinu. þAð var engin efnisleg niðurstaða. Því var eðlilega áfrýjað en þá braust, þáverandi fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, ókvæða við og þagði að þetta væri bara fínt, þarna andaði allur áfengisbransinn léttar, því þau vilja ekki að það komist niðurstaða í máli
“ segir Árni.
Viðtalið við Árna má sjá og heyra í heild sinni við Rauða borði í kvöld.