Við Rauða borðið í kvöld mun Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, sagnfræðinemi og íþróttafréttamaður, segir okkur frá för íslenskra keppenda og fylgdarliðs á Ólympíuleikanna í London 1948. Hann gaf nýlega út bók, Með harðfisk og hangikjöt að heiman, sem fjallar um þá för.
„Titilinn vísar í þessi eftirstríðsár, hvernig ástandið var í Bretlandi. Það var matarskortur á ákveðnum matvælum, sérstaklega kjöti. Þetta snerist ekki um íslenskan hroka um að það sé vondur matur í útlöndum. Það kom viðvörun frá Bretum, þeir lögðu það til að þátttakendur tækju eitthvað með sér ef hægt er, því að matur er af skornum skammti. Íslendingarnir taka þarna með sér 100 kíló af íslenskum matvælum með sér, meðal annars harðfisk og hangikjöt. Síðan tóku þeir með sér 50 kíló af laxi, sem að vísu lá að mestu undir skemmdum því hann var ekki geymdur nægilega vel. Þetta nýtist sem auka-matur ofan á það sem þeir fengu í Ólympíuþorpinu,“ segir Þorkell Gunnar.
Hann mun segja okkur nánar frá þessum Ólympíuleikum við Rauða borðið í kvöld.