Systkinaofbeldi algengt en falið: „Oft er einn gerður sökudólgur fjölskyldunnar“

„Í gegnum námið í félagsráðgjöf, þá tók ég eftir því að það vantaði sumt inn í kennsluefnið. Við ræðum um allskonar ofbeldi og vanrækslu, en aldrei var talað um systkinaofbeldi. En í mínu umhverfi hef ég oft orðið vör við að fólk er að glíma við þetta og afleiðingar af því að hafa orðið fyrir systkinaofbeldi.“

Þetta segir Þórdís Bjarnleifsdóttir, meistaranemi í félagsráðgjöf, í viðtali við Rauða borðið sem sýnt verður í kvöld. Lokaritgerð Þórdísar fjallið um systkinaofbeldi, sem hún segir vera nokkuð algengt en þó lítið rætt. Til marks um það þá eru engar íslenskar rannsóknir til um þessa gerð fjölskylduofbeldis. Þessi blindi blettur er þó ekki séríslenskur, því erlendar rannsóknir eru flestar nýlegar.

„Systkinaofbeldi hefur allar birtingarmyndir, það getur verið líkamlegt, andlegt og kynferðislegt. Það getur verið það sem kallað er einelti. Oft er einn tekinn fyrir og gerður sökudólgur fjölskyldunnar. Þá er eitt barn sem er uppáhalds og svo eitt barn sem er sökudólgur fjölskyldunnar, sá sem má ráðast á. Þarna spilast inn í vanvirkni fjölskyldunnar, vanhæfni foreldra, og margt annað. Til dæmis ef foreldri er sjálfsdýrkandi, þá er mjög líklegt að þetta mynstur sé innan fjölskyldunnar,“ segir Þórdís.

Þórdís mun fræða okkar meira um systkinaofbeldi við Rauða borið í kvöld.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí