Boðar nýjan flokk innflytjenda: „Innflytjendur þurfa að svara fyrir sig sjálfir“

„Ef við ætlum að ná fram, þá þarf hér að verða bylting hér. Innflytjendur verða að taka sig saman. Ef stjórnmálaflokkar ætla ekki að hafa innflytjendur á sínum listum til að svara, þá þurfa innflytjendur að svara fyrir sig sjálfir og stofna stjórnmálaflokk.“

Þetta segir Jasmina Vajzovic í viðtali við Björn Þorláks við Rauða borðið á Samstöðinni í kvöld. Hún lýsir höfnun og útilokun sem hún upplifði eftir röðun á lista Viðreisnar. Í viðtalinu sem sýnt verður í kvöld mun Jasmina upplýsa okkur um hugmyndir um stofnun nýs stjórnmálaflokks, sem aðeins yrði skipaður innflytjendum.

„Ég hef átt umræður síðustu þrjá daga um þetta og ég mun klárlega hvetja til þess. Ég mun skoða þetta frá öllum sjónarmiðum og fara á stað með þá vinnu, alveg sama hvort ég verði í þeim flokki. Ég mun allavega hvetja fólk, safna fólki saman, til þess að virkja þau í lýðræði. Þetta er mín ósk. Miðað við þróunina, við erum orðin svo mörg á svo stuttum tíma, við erum svo mörg sem höfum ekki rödd. Eitt af sameiginlegum málum innflytjenda er einfaldlega kosningaréttur, ég myndi vilja lækka þröskuldinn. Stjórnmálamenn munu aldrei taka þátt í því fyrr en þau sjá hag af því,“ segir Jasmina.

Við Rauða borðið í kvöld mun Jasmina greina nánar frá þessu nýja framboði innflytjenda.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí