Inga margfalt betri en „geðleysi og dugleysi margra þeirra sem hafa mokast inn á þing“

Nú þegar stefnir í það að Flokkur fólksins fari í ríkisstjórn með Samfylkingunni og Viðreisn er fremur kunnulegar raddir farnar að segja að flokkuinn sé „óstjórntækur“. Frekar furðuleg rök í ljósi þess að flest hneykslismál eða stjórnarslit síðustu áratugi megi rekja til „stjórntækra“ flokka. Helstu rökin fyrir því að Flokkur fólksins sé ekki starfhæfur virðast vera að formaður flokksins, Inga Sæland, sé ekki nægilega dönnuð.

Einn kemur henni þó til varnar en það er Sjálfstæðismaðurinn og fyrrverandi útvarpsstjóri, Páll Magnússon, en hann skrifar:

„Mér hefur fundist hálf nöturlegt að sjá og heyra sumt fólk tala af nokkru yfirlæti og drambi niður til Ingu Sæland og hennar fólks. Jafnvel kallað þau “óstjórntæk“ og fleira í þeim dúr. Þessu fólki finnst Inga ekki nógu dönnuð – og tali um pólitík af alltof miklum æsingi og tilfinningasemi. En mætti ég tíu sinnum frekar biðja um pólitíska ástríðu Ingu Sæland en geðleysi og dugleysi margra þeirra sem hafa mokast inn á þing í gegnum uppeldisstöðvar flokkanna.“

Hann segir staðreyndirnar tala sínu máli, Inga hafi sýnt hversu hún er megnug kosningunum. „Ég hefði a.m.k. miklu frekar viljað vera í ríkisstjórn með Ingu Sæland en flestum þeim þingmönnum sem hafa talað niður til hennar í gegnum árin. Þjóðin henti líka ýmsum þeirra út af þingi um daginn – m.a. tveimur stjórnmálaflokkum í heilu lagi – á sama tíma og sama þjóð veitti Ingu Sæland glæsilegt brautargengi upp á 14%, 10 þingmenn  – og gerði flokk hennar stærstan af öllum í Suðurkjördæmi! Inga Sæland er hörku stjórnmálamaður, brennur fyrir sannfæringu sinni  og á miklu meira erindi í ríkisstjórn en flestir þeir stjórnmálamenn sem telja sig þess umkomna að tala niður til hennar!“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí