Samstöðin í kosningaham

Þar sem líkur eru á að íslenska þjóðin gangi til kosninga innan nokkurra vikna, hefur ritstjórn Samstöðvarinnar afráðið að efna til beinna sjónvarpsútsendinga alla virka daga fram að kjördegi.

Hópur fólks verður kallaður að umræðuborðinu og reynt að kryfja sem flesta anga stjórnmálanna og svara sputningum sem brenna á vörum almennings. Bein útsending verður klukkan 20 við Rauða borðið mán-fim en á föstudögum verður bein umræða klukkan 16. Annað efni verður svo sýnt síðar í hverjum þætti.

Vefur Samstöðvarinnar, samstodin.is, stendur opinn fyrir skoðunum fólks sem vill birta greinar sem tengjast kosningabaráttunni fram undan. Þá mun ritstjórn Samstöðvarinnar reglulega skrifa fréttir á vefinn um mál sem þjóðin þarf að kynna sér fyrir kjördag.

Samstöðin hefur greint vaxandi áhuga á þjóðmálum og pólitík meðal Íslendinga. Í því skyni að auka þjónustu reið stöðin á vaðið með aukaútsendingu í gærkvöld eftir að formaður Sjálfstæðisflokksins boðaði upplausn eigin ríkisstjórnar eftir sögulega stuttan tíma sem forsætisráðherra. Boltinn er nú hjá Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands.

Með þessu framtaki reynir Samstöðin að efla lýðræðislega þátttöku og upplýsingagjöf í landinu.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí