Sósíalistar og Píratar bestir á kappræðum Ísland-Palestínu

Í gær fóru fram kappræður á vegum samtakanna Ísland-Palestína en Ingólfur Gíslason, aðjunkt og aktívisti, var viðstaddur og greinir frá framistöðu flokkanna á Facebook. Að hans mati voru tveir fulltrúar sem stóðu sig best annars vegar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir frá Pírötum og Karl Héðinn Kristjánsson frá Sósíalistum. Ingólfur lýsir því svo:

„Á meðan ég man eitthvað um fundinn: mér fannst Þórhildur Sunna koma sterkust út, á heildina litið. Karl Héðinn var líka góður, og var sá sem minnti réttilega á að það eru ekki núverandi „öfgahægristjórnvöld“ í Ísrael sem eru vandamálið – öll stjórnvöld í Ísrael hafa alltaf stefnt að því að losna algerlega við Palestínufólk. Þetta er mjög mikilvægur punktur. Og skipti máli að hann kæmi fram vegna þess að stundum var umræðan á þeim nótum.“

Hann segir í að í heildina hafi margt jákvætt komið upp úr fulltrúum flokkanna, það er að segja þeim sem sendu fulltrúa á annað borð. „Í sjálfu sér var jákvætt að allir fulltrúar á fundinum viðurkenna þjóðarmorð og segjast vilja gera það að ófrávíkjanlegu atriði í stjórnarmyndun að Ísland taki þá afstöðu – en ég á nú eftir að sjá það í reynd. Öll töldu þau líka rétt að beita viðskiptaþvingunum en það var aðeins óljóst hvernig það átti að verða að veruleika hjá sumum. Og þegar talið barst að menningarlegri sniðgöngu og sniðgöngu í íþróttum varð málið eitthvað enn óljósara. Fulltrúi VG telur til dæmis að í Ísrael séu margir friðelskandi listamenn sem megi ekki gjalda þess að tilheyra þessu landi,“ segir Ingólfur sem heldur áfram:

„Ég ætla nú ekki að fara í ítarlega greiningu hér, enda man ég ekki nákvæmlega hver sagði hvað og hver sagði hvað ekki, en ætla þó að nefna eitt eða tvennt. Frambjóðendur höfðu miklar áhyggjur af valdatöku Trump og töluðu eins og þjóðarmorð Bandaríkjanna og Ísraels núna væri á einhvern hátt honum að kenna eða að það væri hann sem stæði gegn því að stöðva það. Þetta er dálítið skrítið í ljósi þess að Trump hefur ekki verið við völd síðustu ár og hefur enn ekki tekið við sem forseti. Þjóðarmorðið er 100% í boði hiins frjálslynda Joe Biden. Kannski allt í lagi að viðurkenna það. Að lokum má segja að umræðan öll hafi verið mjög langt frá orðræðu Palestínufólks og í raun langt frá upplýstri umræðu og þeim staðreyndum að Ísraelsríki hefur aldrei verið lögmætt ríki og hefur fyrirgert öllum þeim rétti sem það kann nokkurn tíma að hafa haft til að tilheyra Sameinuðu þjóðunum. Ísrael er landránsnýlenduríki og ber að leysa upp sem slíkt. Við (Ísland) getum auðvitað ekki komið því til leiðar ein og sér og það gerist ekki á næsta kjörtímabili en það er eina rétta stefnan til lengri tíma. Það er ekki nóg að merkja vörur frá „hernumdu svæðunum“ (landi sem var hernumið 1967) heldur þarf að banna vörur frá Ísrael algerlega, líka frá því landi sem var hernumið 1948.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí