Vill Bjarna sem næsta borgarstjóra

En Bjarni er ansi seig­ur nagli samt, sem ekki er létt að beygja, enda póli­tík hon­um í blóð bor­in.

Svo er það nú þannig að þótt maður tapi einni orr­ustu er ekk­ert sem seg­ir að maður geti ekki unnið þá næstu.

Reykja­vík­ur­borg hef­ur verið stjórnað allt of lengi af ein­hvers kon­ar vinstri-miðju-hrærigraut, fólki sem er mjög svo mislagðar hend­ur, enda rekst­ur borg­ar­inn­ar eft­ir því slæm­ur og má segja að hún sé rek­in með lán­tök­um til að forðast greiðsluþrot.

Nú vil ég benda á að heppi­legt væri fyr­ir land og þjóð að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn næði aft­ur borg­inni á sitt vald og kæmi þar með rekstri henn­ar í þokka­legt stand, sem verður ærið verk­efni þegar litið er á stöðu borg­ar­inn­ar í dag.

Þá orr­ustu tel ég vel mögu­legt að Bjarni B. gæti unnið með glæsi­brag.

Það ein­hvern veg­inn stend­ur bara vel skrifað í rún­irn­ar að Bjarni Bene­dikts­son verði næsti borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur.

Málið er það að það fer sam­an vel rek­in Reykja­vík­ur­borg og vel­meg­un úti á lands­byggðinni. Það helst í hend­ur. Hag­kerfi Reykja­vík­ur­borg­ar er það stórt á landsvísu að vissu­lega hef­ur það áhrif á lands­byggðina ef vel geng­ur í borg­inni, það skyldi maður nú ætla.

Hvíl­um nú­ver­andi minni­hluta borg­ar­inn­ar og biðjum Bjarna að setj­ast þar á stall. Minni­hlut­inn, þótt skipaður sé ágætu fólki, hef­ur brugðist að mörgu leyti.

Borg­ina vant­ar sterk­an for­ingja, hann finn­um við í Bjarna Bene­dikts­syni.

Björg­um borg­inni und­an vinstra miðjumoðinu.

Jóhann L. Helgason eldri borgari.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí