Björgunarafrek siðfræðingsins

Össur Skarphéðinsson sér hlutina í nýju ljósi. Hann skrifaði:

Siðfræðingurinn á Mogganum er líklega meiri örlagavaldur í núverandi atburðarás í Ráðhúsinu en við blasir við fyrstu sýn. Hann hefur staðið fyrir einbeittu og óvægnu einelti Moggans gegn Flokki fólksins, og Ingu Sæland sérstaklega. Inga borgaði fyrir sig með því að stökkva fram svo að segja í upphafi þessarar kaótísku uppákomu sem enn stendur yfir og lýsa því að aldrei skyldi Sjálfstæðisflokkurinn þrífast í meirihluta með stuðningi síns flokks. Það kom mörgum í opna skjöldu í ljósi þess hve náið virtist oft með Sjöllum og þeim borgarfulltrúa Flokks fólksins, sem nýlega flutti sig yfir götuna og settist á þing. Stefáni Einari má því þakka að Sjallar munu áfram kúldrast í angist valdalauss minnihluta við stjórnun borgarinnar. Hann má því kalla bjargvætt nýs meirihluta til vinstri, sem gæti lifað nokkur kjörtímabil. Ólíklegt er þó að Hildur Björnsdóttir sendi honum blómakörfu fyrir björgunarafrekið…

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí