Össur Skarphéðinsson sér hlutina í nýju ljósi. Hann skrifaði:
Siðfræðingurinn á Mogganum er líklega meiri örlagavaldur í núverandi atburðarás í Ráðhúsinu en við blasir við fyrstu sýn. Hann hefur staðið fyrir einbeittu og óvægnu einelti Moggans gegn Flokki fólksins, og Ingu Sæland sérstaklega. Inga borgaði fyrir sig með því að stökkva fram svo að segja í upphafi þessarar kaótísku uppákomu sem enn stendur yfir og lýsa því að aldrei skyldi Sjálfstæðisflokkurinn þrífast í meirihluta með stuðningi síns flokks. Það kom mörgum í opna skjöldu í ljósi þess hve náið virtist oft með Sjöllum og þeim borgarfulltrúa Flokks fólksins, sem nýlega flutti sig yfir götuna og settist á þing. Stefáni Einari má því þakka að Sjallar munu áfram kúldrast í angist valdalauss minnihluta við stjórnun borgarinnar. Hann má því kalla bjargvætt nýs meirihluta til vinstri, sem gæti lifað nokkur kjörtímabil. Ólíklegt er þó að Hildur Björnsdóttir sendi honum blómakörfu fyrir björgunarafrekið…