Fyrst og fremst pólitísk spilling á Íslandi

Ísland stekkur aftur inn á topp tíu lista yfir minnst spilltustu ríki í heimi eftir langvinnt fall á lista Transparency. Í fyrra var Ísland í nítjánda sæti yfir minnst spilltu lönd heims en hækkar sig nú mest allra ríkja á „Corruption perception index“ Transparency International og skipar tíunda til tólfta sæti.

Ekkert stórt spillingarmál, sambærilegt við Namibíumál Samherja eða einkavæðingu Íslandssíma, kom upp árið 2024 sem bætir stöðu Íslands samkvæmt upplýsingum frá Transparency. Þá skiptir máli að sá matsaðili sem hefur gefið Íslandi lægstu einkunnina metur landið ekki í ár.

Ein hugsanleg skýring á mældri bætingu Íslands í vörnum gegn spillingu kann að vera aukið framlag til einkarekinna fjölmiðla. Ef framlögin verða til þess að styrkja lýðræðið.

Mæld spillingarvísitala Transparency skiptir máli. Alþjóðleg greiningarfyrirtæki horfa til listans þegar þau leggja mat á áhættu í viðskiptum, meðal annars Moody‘s. Smávægileg breyting á vaxtaálagi  varðar Ísland miklu enda hefur landið lengi barist við sérstakt vaxtaálag. Til mikils er að vinna að alþjóðleg ásýnd Íslands hreinsist af spillingarstimplinum eftir því sem fram kemur hjá Transparency. „Ef það á að takast þarf stöðuga árvekni, þekkingaruppbyggingu og markvisst aðhald að stjórnvöldum og mörkuðum.“

Ísland er enn töluvert neðar en Norðurlöndin í einkunnargjöf, fær 77 stig (áður 72) af 100 en Danmörk trónir efst með 90 stig. Það er fyrst og fremst pólitísk spilling sem dregur Ísland niður. Traust til þeirra stofnana sem eru mikilvægastar í baráttu gegn fjármálaspillingu mælist enn lítið á Íslandi sem bendir til þess að munurinn á milli Íslands og Norðurlandanna sé í raun enn meiri og vandinn djúpstæður.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí