Haukur Arnþórsson skrifaði vegna fyrirætlana Trump í tollamálum. Greinin fer hér á eftir:
„Í gær, kl. 18:00 að íslenskum tíma hélt Trump blaðamannafund og kynnti fyrirætlanir sínar um „gagnkvæma“ innflutningstolla. Enginn íslenskur fjölmiðill hefur fjallað um þetta í morgun. Þá virðist sem íslensk stjórnvöld hafi engar ráðstafanir upp í erminni gagnvart þessu – en ESB er búið að tilkynna að það hafi slíkt tilbúið.
Mögulega álíta íslenskir sérfræðingar um landshagi að tilkynningar Bandaríkjaforseta séu aðallega blaður. Ekki einu sinni Viðskiptablaðið minnist á þetta. Þó erum við með tugi milljarða innflutning til Bandaríkjanna og málið – ef af þessu verður – skiptir þjóðarhag miklu.
Meiningin hjá Bandaríkjaforseta er að rannsaka hvaða innflutningstolla og virðisaukaskatta (Trump telur vsk.skatt á innfluttar vörur jafngilda innflutningstolli) einstök ríki heimsins setji á bandarískar vörur. Rannsókninni á að vera lokið 1. apríl. Þann 2. apríl tekur forsetinn síðan ákvörðun um hvaða tillögur hann gerir að sínum.
Evrópskir fréttamenn hafa sumir hverjir brugðist við og reiknað út að þetta þýði 27% innflutningstolla á evrópska bíla. Hvað þetta þýðir á fisk – og hvort gagnkvæmu tollarnir ná til allra ríkja og þá til okkar – er enn óljóst.
En mér finnst að íslenskir fréttamenn eigi að fylgjast með.“