Íslenskir fréttamenn ættu að fylgjast með

Haukur Arnþórsson skrifaði vegna fyrirætlana Trump í tollamálum. Greinin fer hér á eftir:

„Í gær, kl. 18:00 að íslenskum tíma hélt Trump blaðamannafund og kynnti fyrirætlanir sínar um „gagnkvæma“ innflutningstolla. Enginn íslenskur fjölmiðill hefur fjallað um þetta í morgun. Þá virðist sem íslensk stjórnvöld hafi engar ráðstafanir upp í erminni gagnvart þessu – en ESB er búið að tilkynna að það hafi slíkt tilbúið.

Mögulega álíta íslenskir sérfræðingar um landshagi að tilkynningar Bandaríkjaforseta séu aðallega blaður. Ekki einu sinni Viðskiptablaðið minnist á þetta. Þó erum við með tugi milljarða innflutning til Bandaríkjanna og málið – ef af þessu verður – skiptir þjóðarhag miklu.

Meiningin hjá Bandaríkjaforseta er að rannsaka hvaða innflutningstolla og virðisaukaskatta (Trump telur vsk.skatt á innfluttar vörur jafngilda innflutningstolli) einstök ríki heimsins setji á bandarískar vörur. Rannsókninni á að vera lokið 1. apríl. Þann 2. apríl tekur forsetinn síðan ákvörðun um hvaða tillögur hann gerir að sínum.

Evrópskir fréttamenn hafa sumir hverjir brugðist við og reiknað út að þetta þýði 27% innflutningstolla á evrópska bíla. Hvað þetta þýðir á fisk – og hvort gagnkvæmu tollarnir ná til allra ríkja og þá til okkar – er enn óljóst.

En mér finnst að íslenskir fréttamenn eigi að fylgjast með.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí