Mogginn lemur á Bjarna og Sigurði Inga

Nú er eins gott að nýja ríkisstjórnin taki loks á þeim brýnu verkefnum sem verður að sinna, og það sem fyrst. Þetta var meira þrotabúið sem valdaflokkarnir skiluðu af sér.

„Í nýrri skýrslu Sam­taka iðnaðar­ins er farið yfir ástand innviða í land­inu og horf­ur til framtíðar,“ segir í leiðara Moggans. Spennum nú beltin því Mogginn setur í fjórhjóladrifið og keyrir yfir fyrri valdahafa landsins:

„Innviðirn­ir eru for­senda þess að sam­fé­lagið virki. Eft­ir því sem þeir eru traust­ari og skil­virk­ari er auðveld­ara að láta hlut­ina ganga snurðulaust upp. Það er hins veg­ar al­var­legra þegar van­ræksla innviða eða skort­ur á upp­bygg­ingu verður til að það mynd­ist flösku­háls­ar, sem standa at­vinnu­líf­inu fyr­ir þrif­um.

Í skýrsl­unni kem­ur fram að viðhaldi vega og frá­veitu­kerfa er veru­lega áfátt. Ástand vega er sér­lega al­var­legt og virðist einu gilda hvort viðhald þeirra sé á ábyrgð Vega­gerðar eða sveit­ar­fé­laga.

Einnig kem­ur fram að viðhald sé í betri skorðum þegar það er á ábyrgð rík­is­rek­inna fé­laga. Isa­via og Lands­virkj­un séu til marks um það. Virkj­un­um og veitu­mann­virkj­um sé haldið við jafnt og þétt þannig að viðhalds­skuld sé eng­in. Öðru máli gegni hins veg­ar um aukn­ingu af­kasta til að mæta vax­andi þörf.

Kerfið er nær full­nýtt nú þegar þannig að lítið má út af bera og svig­rúm til að mæta auk­inni þörf, hvort sem það er vegna íbúa­fjölg­un­ar eða vaxt­ar í at­vinnu­líf­inu, er ekk­ert, hvað þá falli virkj­un út vegna nátt­úru­ham­fara. Bent er á að leyf­is­veit­inga­kerfið sé allt of svifa­seint þegar kem­ur að nýj­um kost­um og því stefni í óefni.

Í raun má segja að fátt nýtt komi fram í skýrslu Sam­taka iðnaðar­ins um innviði lands­ins, en í henni kem­ur fram heild­ar­mynd, sem sýn­ir að það er mikið verk að vinna. Það get­ur verið dýrt að halda innviðunum við og efla þá sam­fara því að íbú­um fjölg­ar og um­svif vaxa, en það er enn dýr­ara að láta reka á reiðanum.“

Nú er eins gott að nýja ríkisstjórnin taki loks á þeim brýnu verkefnum sem verður að sinna, og það sem fyrst. Þetta var meira þrotabúið sem valdaflokkarnir skiluðu af sér.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí