Því þegir þú nú Inga Sæland?

Kona sem er öryrki hringdi til mín. Hún hafði horft á þátt sem ég stýrði og var á dagskrá í gærkvöld. Saga hennar er ekki góð.

„Inga Sæland talaði endalaust um bága stöðu fólks. Nú þegar hún er orðin ráðherra heyrist ekki boffs í henni. Við sem treystum á hana erum enn í sama vanda og áður. Ég er öryrki og ég hef 270 þúsund til ráðstöfunar á mánuði. Á síðasta ári greiddi ég samt 620 þúsund í skatta. Þetta er ekki hægt lengur,“ sagði konan.

Hún sagðist vera tala í síma sem er að syngja sitt síðasta. Vonar dag frá degi að síminn gefi ekki upp öndina. „Þegar hann gefst upp, hvað þá? Ekki get ég keypt mér nýjan síma.“

Lán þessarar konu er það að hún getur búið í íbúð móður sinnar. „Ég gæti aldrei borgað leigu, bara aldrei.“

Konan talaði um júlí- og jólabónusana. „Stór hluti þeirra fer í skatt og skerðingar.“

Henni er tíðrætt um Ingu Sæland. „Eins og Inga talaði fyrir kosningar. „Fæði, klæði og húsnæði svo allt hitt.“ Ég álpaðist til að trúa þessu. Sem ég hefði aldrei átt að gera. Þetta var þá vara enn einn fagurgalinn.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí