Fagnar framleiðslu íslenskra hergagna

Bjarni Már Magnússon, prófessor við Háskólann á Bifröst, lýsir ánægju með herta stefnu utanríkisráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur í öryggis- og varnarmálum Íslands.

Í Mogganum í dag hrósar  Bjarni Már nýrri stefnu Þorgerðar Katrínar, hugmyndum um samþættingarmiðstöð öryggis- og varnarmála, búnað til að verjast drónum og eftirlitskafbát í eigu Íslendinga. Bjarni Már hefur mikinn áhuga á að stofnaður verði íslenskur her.

Sérstaklega hrósar prófessorinn því ef framleiðsla hergagna í varnar- og öryggismálum okkar herlausu og hlutlausu smáþjóðar eigi sér stað hérlendis. Hann tengir sterkan hátækniiðnað í varnarmálum við möguleika í háskólastarfi á Íslandi.

Óhætt er að segja að umræða sem þessi hefði verið talin óhugsandi bara fyrir örfáum  mánuðum.

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði á Bylgjunni í morgun að gjörbreytt staða væri uppi í öryggis- og varnarmálum Íslands og hefði umræða um varnir okkar setið á hakanum hjá fyrri ríkisstjórnum vegna ósættis um NATO.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí