Haraldur Benediktsson, fyrrum þingmaður og nú bæjarstjóri Akraness, og eiginkona hans Lilja Guðrún Eyþórsdóttir, eiga besta naut landins, af árangi 2018. Nautið góða heitir Tangi.
Hér má lesa um kosti nautsins Tanga og dætra hans:
„Tangi er rauðbrandskjöldóttur, kollóttur. Er hann undan Lúðri (10067) frá Brúnastöðum í Flóa og var móðurfaðir hans Kambur (06022) frá Skollagróf í Hrunamannahreppi. Í umsögn um dætur Tanga kemur fram að dætur Tanga eru nokkuð mjólkurlagnar með hátt hlutfall verðefna í mjólk. Dæturnar eru heldur yfir meðallagi að stærð, meðalháfættar, boldjúpar og útlögumiklar með bein yfirlínu. Malirnar eru breiðar, beinar og þaklaga. Fótstaða er sterkleg og meðalgleið. Júgurgerðin er góð, júgurfesta mikil og júgrin vel borin en júgurband lítt áberandi. Spenar eru hæfilegir að lengd, frekar þykkir og vel settir. Mjaltir eru meðalgóðar og lítið um mjaltagalla. Skap er meðalgott og skapgallaðir gripir fáir í dætrahópnum.“