Fyrrum þingmaður á besta nautið

Haraldur Benediktsson, fyrrum þingmaður og nú bæjarstjóri Akraness, og eiginkona hans Lilja Guðrún Eyþórsdóttir, eiga besta naut landins, af árangi 2018. Nautið góða heitir Tangi.

Hér má lesa um kosti nautsins Tanga og dætra hans:

„Tangi er rauðbrandskjöldóttur, kollóttur. Er hann undan Lúðri (10067) frá Brúnastöðum í Flóa og var móðurfaðir hans Kambur (06022) frá Skollagróf í Hrunamannahreppi. Í umsögn um dætur Tanga kemur fram að dætur Tanga eru nokkuð mjólkurlagnar með hátt hlutfall verðefna í mjólk. Dæturnar eru heldur yfir meðallagi að stærð, meðalháfættar, boldjúpar og útlögumiklar með bein yfirlínu. Malirnar eru breiðar, beinar og þaklaga. Fótstaða er sterkleg og meðalgleið. Júgurgerðin er góð, júgurfesta mikil og júgrin vel borin en júgurband lítt áberandi. Spenar eru hæfilegir að lengd, frekar þykkir og vel settir. Mjaltir eru meðalgóðar og lítið um mjaltagalla. Skap er meðalgott og skapgallaðir gripir fáir í dætrahópnum.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí