Gefur lítið fyrir afsakanir fréttastjóra Rúv

„Hvaða hagsmunir almennings kröfðust þess að frétt um einkalíf ráðherra fyrir 35 árum væri sögð á þennan hátt og látið líta út fyrir að um gróft lögbrot væri að ræða sem fangelsisrefsing lægi við?“

Þannig spyr Þóra Kristín Ásgeirsdóttir blaðamaður, fyrrverandi fréttamaður á Rúv og gefur lítið fyrir afsakanir fréttastjóra Rúv sem skrifaði grein í dag sínum vinnustað til varnar í svokölluðu Ástu Lóu máli. Fréttastjóri Rúv telur það ógna lýðræðinu hve mikil gagnrýni hefur orðið á fréttaflutning Rúv.

„Hvað gengur fréttastofunni til að gera sig að dómara i einkalífi konu á þennan hátt og láta liggja að því á villandi hátt að hún sé lögbrjótur?“ Spyr Þóra Kristín.

„Árásir sumra stjórnmálamanna og skipulögð dreifing falsfrétta hafa miðað að því að grafa undan trausti almennings á hefðbundnum fjölmiðlum og í mörgum tilvikum hefur það tekist,“ sagði Heiðar Örn fréttastjóri Rúv. Það er margt til í því en á bara ekki við um þetta mál að sögn hinnar þaulreyndu fréttakonu, Þóru Kristínar:

„Þetta er miklu frekar falsfrétt sem er dreift af pólitískum andstæðingum til að ófrægja konu í valdastöðu. Það að fréttamiðlar láti nota sig í slíkum tilgangi er mjög sorglegt en þó ekki svo sorglegt að það sé endilega gott að setjast niður og gráta með þeim. Fréttastofan fór í þessu tilfelli illa með vald sitt sem felst í því að setja mál á dagskrá í opinberri umræðu. Það er mjög miður, Ég starfaði við fjölmiðla í nær 30 ár og þar á meðal RUV. Ég lít ekki á mig sem óvin fjölmiðla þótt ég ætli ekki að kvaka með þessum meðvirkniskór í þessu máli,“ segir Þóra Kristín meðal annars í færslu á facebook.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí