Mogginn ýti enn undir rasisma

Fast er sótt að Morgunblaðinu þessa dagana vegna umfjöllunar blaðsins um skólamál.

Ekki er langt síðan Ragnar Þór Pétursson kennari fór hörðum orðum um fréttamennsku blaðsins.

„Enn heldur Mogginn áfram niðurlægingarför sinni. Þegar börn í Breiðholti misstu tök á tilverunni og urðu sjálfum sér og öðrum til ama og tjóns voru raðfréttir um að rót vandans væru kúgaðar mæður og feður sem neituðu að taka í hendurnar á kennslukonum. Þegar barn í Garðabæ missir fótanna í tilverunni er það vegna þess að kennarar í sveitarfélaginu fóru í fjögurra daga í verkfall í lok nóvember,“ sagði Ragnar Þór.

Í dag bættist Gunnar Smári Egilsson blaðamaður við hóp gagnrýnenda vegna umfjöllunar blaðsins um ungt fólk, stúlku í Garðabæ á villustigu.

„Það má merkja inngróinn rasisma Moggans meðal annars á umfjöllun blaðsins um ofbeldi meðal ungmenna,“ skrifar Gunnar Smári. „Ef ungmennin eru af erlendum uppruna eða umgangast krakka af erlendum uppruna, eins og kom fram í umfjöllun um ofbeldi meðal barna í Breiðholtsskóla, þá er meinið getuleysi innflytjenda til að aðlagast íslensku samfélagi. Ef börnin eru ekki af erlendum uppruna er ástæðan sögð verkfall kennara, eins og hér er haldið fram í umfjöllun um börn í vanda í Garðabæ. Hugmyndin virðist sú að inflytjendur og skipulögð verkalýðsbarátta sé að grafa undan samfélaginu og eyðileggja börnin okkar. Þannig er hugmyndaheimur Hádegismóa.“

Þá má nefna að sagnfræðingurinn Stefán Pálsson undrast að með vefútgáfu fréttar Mogga birti blaðið mynd úr Mjódd.

Davíð Oddsson er ritstjóri Morgunblaðsins.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí