Þorbjörg stolt af Höllu forseta
„Það þarf enginn að efast um afstöðu Íslands, og afstaða Íslands er sú sama erlendis og hún er heima, og ég verð að segja að ég var mjög stolt af því hvernig forseti talaði, “ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra um fund Höllu Tómasdóttur forseta með Xi Jingping, forseta Kína í morgun. Þorbjörg sat þennan fund, ásamt sendinefnd Íslands og Höllu í Alþýðuhöllinni í miðborg Beijing í morgun.
„Halla Tómasdóttir var mjög skýr á þessum fundi, til dæmis varðandi afstöðu íslenskra stjórnvalda til grimmilegrar innrásar Rússa í Úkraínu; þetta var nefnt, þannig að það var algjörlega skýrt,“ segir Þorbjörg, þegar hún var spurð um þann mun sem er á afstöðu íslenskra og kínverskra stjórnvalda, til dæmis þegar kemur að almennum mannréttindum, eða allsherjarinnrásar Rússa í Úkraínu.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward