Prestur segir tíma afmennsku runna upp

„Nú lifum við tíma opinberrar afmennskunar.

Það má bara nauðraka menn, svínbeygja þá, auðmýkja opinberlega og útvista svo pyntingaiðnaðinum gegn háum greiðslum.“

Þetta segir Bjarni Karlsson prestur og siðfræðingur í nýjum pistli á samfélagsmiðlum.

„Svo má líka drepa börn og foreldra þeirra í tugþúsundavís, tortíma heimabyggð þeirra og leggja á ráðin um lóðasölu fyrir auðkýfinga,“ skrifar séra Bjarni.

„Eins má vel hertaka frjósamt land með fágætar auðlindir í jörðu, taka feður frá konum og börnum og senda í stríð en leggja á ráðin um að skipta gróðanum.“

Niðurstaða Bjarna er að veröldin hafi aldrei þurft jafn mikið á Jesú Kristi að halda og nú en eitt tilefni skrifa hans er brottflutningur Venesúelamanna og Mexíkóa frá Bandaríkjunum og deilir hann frétt og mynd sem sýnir auðmýkingu og ómannúðlega meðferð krúnurakaðra fanga.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí