Aðalfundur Alþýðufélagsins er í dag

Fjölmiðlar 10. apr 2025

Boðað er til aðalfundar Alþýðufélagsins fimmtudaginn 10. apríl kl. 17 í Vorstjörnunni – Alþýðuhúsi, Bolholti 6. Fundurinn verður einnig aðgengilegur fyrir félaga á zoom fyrir þau sem ekki eiga heimangengt.

zoom aðgangur: https://zoom.us/j/5751158534
(lykilorð ef beðið er um: 010517)

Dagskrá fundarins er hefðbundin aðalfundarstörf en auk þess verður kynning á dagskrá Samstöðvarinnar og sýnisferð um stöðina.

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar lögð fram
  3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
  4. Lagabreytingar (sjá hér að neðan)
  5. Ákvörðun félagsgjalds
  6. Kosning stjórnar
  7. Önnur mál

Stjórn félagsins leggur til breytingar á samþykktum félagsins, að stjórnarmönnum verði fjölgað í sautján og að sú stjórn velji sér þriggja manna framkvæmdastjórn. Markmiðið er að styrkja tengsl Alþýðufélagsins út í samfélagið en jafnframt hafa starfhæfa framkvæmdastjórn til að sinna utanumhaldi um félagið.

7 grein samþykkta félagsins yrði þá svona:
Aðalstjórn félagsins skal skipuð 17 félagsmönnum, kjörnum á aðalfundi til eins árs í senn. Stjórnin skiptir með sér verkum, kýs formann, ritara og gjaldkera, sem saman mynda framkvæmdastjórn sem starfar í umboði stjórnar. Framkvæmdastjórn félagsins fer með málefni félagsins milli aðalfunda, en ber vegamikil mál undir aðalstjórn. Formaður boðar til funda. Firmaritun er í höndum meirihluta framkvæmdastjórnar. 

Alþýðufélagið er félag þeirra áskrifenda Samstöðvarinnar sem kjósa að láta áskriftargreiðslur sínar renna til félagsins. Alþýðufélagið á rekstrarfélagið Samstöðina ehf. sem rekur Samstöðina. Alþýðufélagið er ótengt Sósíalistaflokknum, sem styrkir Samstöðina beint. 

Þau sem skráð hafa sig í Alþýðufélagið gera það flest til að styðja við uppbyggingu Samstöðvarinnar, greiðslurnar er stuðningsyfirlýsing við þá stefnu sem rekin hefur verið. Það er mikilvægt að fólk mæti á aðalfundinn ef það vill styðja að sú stefnu verði rekin áfram.

Hægr er að skrá sig sem áskrifenda hér: Áskrift

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí