Boðað er til aðalfundar Alþýðufélagsins fimmtudaginn 10. apríl kl. 17 í Vorstjörnunni – Alþýðuhúsi, Bolholti 6. Fundurinn verður einnig aðgengilegur fyrir félaga á zoom fyrir þau sem ekki eiga heimangengt.
zoom aðgangur: https://zoom.us/j/5751158534
(lykilorð ef beðið er um: 010517)
Dagskrá fundarins er hefðbundin aðalfundarstörf en auk þess verður kynning á dagskrá Samstöðvarinnar og sýnisferð um stöðina.
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
- Skýrsla stjórnar lögð fram
- Reikningar lagðir fram til samþykktar
- Lagabreytingar (sjá hér að neðan)
- Ákvörðun félagsgjalds
- Kosning stjórnar
- Önnur mál
Stjórn félagsins leggur til breytingar á samþykktum félagsins, að stjórnarmönnum verði fjölgað í sautján og að sú stjórn velji sér þriggja manna framkvæmdastjórn. Markmiðið er að styrkja tengsl Alþýðufélagsins út í samfélagið en jafnframt hafa starfhæfa framkvæmdastjórn til að sinna utanumhaldi um félagið.
7 grein samþykkta félagsins yrði þá svona:
Aðalstjórn félagsins skal skipuð 17 félagsmönnum, kjörnum á aðalfundi til eins árs í senn. Stjórnin skiptir með sér verkum, kýs formann, ritara og gjaldkera, sem saman mynda framkvæmdastjórn sem starfar í umboði stjórnar. Framkvæmdastjórn félagsins fer með málefni félagsins milli aðalfunda, en ber vegamikil mál undir aðalstjórn. Formaður boðar til funda. Firmaritun er í höndum meirihluta framkvæmdastjórnar.
Alþýðufélagið er félag þeirra áskrifenda Samstöðvarinnar sem kjósa að láta áskriftargreiðslur sínar renna til félagsins. Alþýðufélagið á rekstrarfélagið Samstöðina ehf. sem rekur Samstöðina. Alþýðufélagið er ótengt Sósíalistaflokknum, sem styrkir Samstöðina beint.
Þau sem skráð hafa sig í Alþýðufélagið gera það flest til að styðja við uppbyggingu Samstöðvarinnar, greiðslurnar er stuðningsyfirlýsing við þá stefnu sem rekin hefur verið. Það er mikilvægt að fólk mæti á aðalfundinn ef það vill styðja að sú stefnu verði rekin áfram.
Hægr er að skrá sig sem áskrifenda hér: Áskrift