Fjölmenntu til að styðja vinkonu í haldi

Nemendur og kennarar í Flensborg komu saman fyrir utan Hótel hraun í Hafnafirði, hvar mæðgurnar Zarah og Farah frá Sómalíu eru hafðar á herbergi undir eftirliti lögreglu á meðan þær bíða þess að vera brottvísað í fyrramálið. Við sögðum frá máli mæðgnanna fyrr í kvöld en lögmaður þeirra Jón Sigurðsson var jafnframt í viðtali við Rauða borðið þar sem hann rakti málið sem er hið sorglegasta.

Farah var á leið í skólann í morgun í próf þegar lögregla mætti á heimili hennar og móður hennar Zarah og hafði þær á brott á hótelherbergið. Þær fengu ekki að taka saman muni og föt áður. Þá fékk Farah ekki að kveðja vini sína sem komu saman fyrir utan hjá þeim í kvöld og hótaði lögregla henni valdbeitingu ef hún færi fram á gang úr herbergi sínu. Farah er á sautjánda ári. Hún náði þó myndum af skólafélögunum í gegnum rifu á glugga herbergisins og sendi blaðamanni sem ræddi jafnframt við hana. Það skal fært til bókar að samtalið var hið átakanlegasta, ég hágrét með Farah á meðan hún lýsti aðstæðum, líðan sinni og móður sinnar og greindi frá óttanum við framhaldið.

Hér má sjá myndir sem Farah náði á símann sinn af kveðjustundinni.

Myndbandið tók vinur á vettvangi en hópurinn söng til vinkonu sinnar og móður hennar.

Fjölmörg hjálpar -og hagsmunasamtök hafa fordæmt málið í kvöld á facebook en þar ber að nefna Rétt barna á flótta, Solaris og No Borders en þau síðastnefndu hafa jafnframt boðað til mótmælafylgdar frá hótelinu í Hafnafirði og að Flugvellinum í nótt.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí