Hækkun vísitölu neysluverðs síðustu þrjá mánuði jafngildir verðbólguhraða upp á 9,2%, sem er vísbending um að verðbólgan sé alls ekki að dragast saman. Og ástæðan er ekki bara vondur húsnæðismarkaður þar sem skortur ýtir undir hækkanir á leigu og söluverði. Vísitalan án húsnæðis hefur hækkað á síðustu þremur mánuðum um það sem jafngildir 9,6% á ársgrundvelli,
Síðustu tólf mánuði hefur húsnæðiskostnaður hækkað mest. Þar á eftir kemur matur. Þetta er því verðbólga sem er sérstaklega andstyggileg fyrir hin tekjulágu sem fara með mest af sínu ráðstöfunarfé annars vegar til leigusalans og hins vegar út í einhverja stórmarkaðskeðjuna. Ef til væri sérstök neysluvísitala láglaunafólks má ætla að hækkun síðustu 12 mánuði hafi verið á mælikvarða neyslu láglaunafólks um 6,5% á meðan hún hefur verið um 4% hjá þeim sem hafa góðar tekjur.
Samkvæmt kjarasmaningi Starfsgreinasambandsins hækkuðu laun um 3,5% í upphafi þessa árs. Næst munu þau hækka í byrjun næsta árs, álíka mikið eða um 3,5%.