Verðbólgan snýr aftur og bítur lágtekjufólk

Hækkun vísitölu neysluverðs síðustu þrjá mánuði jafngildir verðbólguhraða upp á 9,2%, sem er vísbending um að verðbólgan sé alls ekki að dragast saman. Og ástæðan er ekki bara vondur húsnæðismarkaður þar sem skortur ýtir undir hækkanir á leigu og söluverði. Vísitalan án húsnæðis hefur hækkað á síðustu þremur mánuðum um það sem jafngildir 9,6% á ársgrundvelli,

Síðustu tólf mánuði hefur húsnæðiskostnaður hækkað mest. Þar á eftir kemur matur. Þetta er því verðbólga sem er sérstaklega andstyggileg fyrir hin tekjulágu sem fara með mest af sínu ráðstöfunarfé annars vegar til leigusalans og hins vegar út í einhverja stórmarkaðskeðjuna. Ef til væri sérstök neysluvísitala láglaunafólks má ætla að hækkun síðustu 12 mánuði hafi verið á mælikvarða neyslu láglaunafólks um 6,5% á meðan hún hefur verið um 4% hjá þeim sem hafa góðar tekjur.

Samkvæmt kjarasmaningi Starfsgreinasambandsins hækkuðu laun um 3,5% í upphafi þessa árs. Næst munu þau hækka í byrjun næsta árs, álíka mikið eða um 3,5%.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí