Bergþór leitar sér aðstoðar

Bertþór Ólason á Alþingi í morgun:

„Mig langaði hér að leita aðstoðar hjá virðulegum forseta. Það varðar áfram það sem við, fulltrúar minnihlutaflokkanna í atvinnuveganefnd, teljum að séu nauðsynleg gögn og upplýsingar fyrir okkur að fá aðgang að í ljósi þess að nú eru veiðigjöldin á dagskrá þessa þingfundar til 2. umræðu. Það eru m.a. atriði sem snúa að því með hvaða hætti samskipti fóru á milli ráðuneyta og Skattsins vegna þeirra útreikninga sem nú eru sem betur fer orðnir fastari grundvöllur undir tölulegar staðreyndir í málinu. Það eru sömuleiðis skjöl sem hefur gengið treglega að fá afhent sem snúa að því hvernig verðmat á norskum mörkuðum var leitt fram. Ég vil biðja virðulegan forseta um að aðstoða okkur nefndarmenn minni hluta í atvinnuveganefnd að leiða þessi gögn fram þannig að við getum notað þau í umræðunni sem fram undan er.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí