Forsprakki sekur um fjárdrátt
Sigfús Aðalsteinsson sem stendur nú fyrir útifundum um þjóðernisstefnu, gerðist sekur um fjárdrátt þegar hann var forstöðumaður leikskóla.
Frá þessu greinir Heimildin í dag og getur þess jafnframt að Sigfús vilji ekki segja til um hvort brot hans ætti að kalla á brottvísun ef hælisleitandi hefði framið það.
Sigfús er stofnandi hópsins Ísland –þvert á flokka. Fjárdráttur hans forðum nam hundruðum þúsunda og átti sér stað þegar hann var forstöðumaður leikskólans Klettaborgar í byrjun tíunda áratugarins eftir því sem fram kemur í Heimildinni.
Hann gerði grein fyrir pólitískum sjónarmiðum sínum við Rauða borðið á Samstöðinni nýverið og neitaði því þá að vera rasisti þótt fjöldi fólks hafi upplifað útifund á Austurvelli og orðræðu með vafasömum hætti.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward