Bjarni beindi allri aukning framlaga til rannsókna til einkafyrirtækja

Íslands sker sig rækilega úr nágrannalöndum sínum varðandi framlög ríkisins til rannsóknar og þróunar, Í fyrsta lagi eru framlög til grunnrannsókna háskóla hér miklu lægri en annars staðar en í öðru lagi eru framlög ríkisins til rannsókna einkafyrirtækja miklum mun hærri en annars staðar. Rekja má þetta til stefnubreytingu í ríkisstjórnum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Katrínar Jakobsdóttur þar sem Bjarni Benediktsson beitti sér fyrir gríðarlegum skattaafslætti til einkafyrirtækja vegna rannsókna og þróunar.

Fram hefur komið að eftirlit með þessum afslætti er sáralítið. Fyrirtæki virðast nánast geta sótt sér afsláttinn án vandræða. OECD, Efnahags- og framfarastofnunin, hefur meðal annars bent á þessa ágalla.

Og afleiðingin er stórkostlegur fjáraustur úr ríkissjóði til einkafyrirtækja sem sést meðal annars á þessu grafi:

Þarna sést að ekkert ríki innan OECD styrkir einkafyrirtæki meira. Styrkirnir eru beinir en þó að mestu í formi skattaafsláttarins. Til glöggvunar settum við stjörnu við hin Norðurlöndin. Við erum í allt annarri deild en þau varðandi styrkveitingu til einkafyrirtækja, sem er auðvitað fyrst og fremst styrkur til eigenda þeirra sem þurfa þá ekki að leggja fyrirtækjum sínum áhættufjármagns og/eða geta greitt sér meira af hagnaði þeirra í formi arðs.

Þegar skoðað er hvernig stuðningur ríkisins við rannsóknir hefur þróast á undanförnum árum kemur í ljós að aukningin er fyrst og fremst styrkur og stuðningur við einkafyrirtæki.

Þarna sést að stuðningur ríkisins við rannsóknir háskóla hafa ekkert aukist á sama tíma og styrkir til einkafyrirtækja hafa meira en tvöfaldast.

Fjórir prófessorar skrifuðu um þessa stöðu og svik stjórnvalda á loforðum um efla rannsóknir í grein á Vísi, þau Ástráður Eysteinsson, Magnús Karl Magnússon, Margrét Helga Ögmundsdóttir og Tinna Laufey Ásgeirsdóttir. Þar segja þau meðal annars: „Afleiðingin er sú að þótt heildartölur um vísinda- og nýsköpunarfjármögnun líti vel út á yfirborðinu, þá hefur háskólasamfélagið ekki notið góðs af þessari þróun að sama skapi. Til að vísinda- og nýsköpunarstefna hins opinbera skili árangri þarf markvissa fjárfestingu til allra hlekkja í þessari mikilvægu keðju. Þó vissulega þurfi að beina fjármunum í hagnýtingu rannsókna og þróunar, þá byggir sú hagnýting á því að grunnrannsóknir og vísindaleg undirstaða og þekking til nýsköpunar sé til staðar í samfélaginu og náin samvinna sé milli háskóla og atvinnulífs. Til lengri tíma er lítið gagn í því að styrkja aðeins síðasta skref þessarar virðiskeðju, ef undirstöðurnar eru veikar.“

Þau Magnús Karl og Tinna Laufey komu að Rauða borðinu og ræddu þetta mál, voru meðal annars spurð hvort staðan væri ekki afleiðing stjórnmálastefnu sem tryði að einkafyrirtæki gætu tekið réttar ákvarðanir og þær sem myndu reynast samfélaginu vel á meðan að opinberir starfsmenn væru ófærir um slíkt.

Hér má hlýða á viðtalið við Tinnu Laufeyju og Magnús Karl:


Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí