Samfylking og Píratar stækka en stjórnarandstaðan tapar fylgi

Samkvæmt skoðanakönnun Maskínu myndu Samfylkingin bæta við sig sjö þingmönnum og Píratar næðu þremur þingmönnum með því að rétt merja 3% þröskuldinn. Flokkur fólksins myndi hins vegar tapa sex þingmönnum, Sjálfstæðisflokkur tveimur og Miðflokkur og Framsókn sitthvorum þingmanninum.

Ef við deilum út þingsætum samkvæmt þessari könnun yrði þingheimur svona:

Ríkisstjórn:
Samfylkingin: 22 þingmenn (+7)
Viðreisn: 11 þingmenn (óbreytt)
Flokkur fólksins: 4 þingmenn (-6)
Ríkisstjórn alls: 37 þingmaður (+1)

Stjórnarandstaða á þingi:
Sjálfstæðisflokkur: 12 þingmenn (-2)
Miðflokkurinn: 7 þingmenn (-1)
Framsóknarflokkur: 4 þingmenn (-1)
Stjórnarandstaða á þingi alls: 23 þingmaður (-4)

Stjórnarandstaða utan þings:
Píratar: 3 þingmenn (+3)
Vg: enginn þingmaður (óbreytt)
Sósíalistaflokkurinn: enginn þingmaður (óbreytt)

Breyting frá júní-könnun Maskínu er helst sú að Samfylkingin bætir við sig 3,1 prósentum og Miðflokkurinn tapar sama fylgi, 3,1 prósentum. Þá dunka Sósíalistar um 1,5 prósentur, mælast nú með aðeins 2,9%, minna en Vg og Píratar. Samanlagt fylgi þessara flokka utan þings er nú 11,3% og er fylgi Sósíalista 1/4 af því. Samanlagt fylgi þessara flokka var 11,5% í febrúar, áður en herferð yfirtökuhópsins sem náði völdum í stjórnum Sósíalistaflokksins hófst, en þá var fylgi Sósíalista 1/2 af samanlögðu fylgi flokkanna þriggja. Sósíalistar hafa ekki mælst lægri frá Maskínu en nú.

Hér má sjá frágang Maskínu á niðurstöðum könnunarinnar:

Þarna sést til dæmis að samanlagt fylgi Sjálfstæðisflokks og Miðflokks er aðeins 27,9%, sem er með því lægra sem mælist. Samanlagt fylgi Samfylkingar og Viðreisnar er 47,4%. Hægrið er því aðeins um 70% af hinni svokölluðu frjálslyndu miðju. Það er engin hægri sveifla í íslenskum stjórnmálum.


Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí