Samkvæmt skoðanakönnun Maskínu myndu Samfylkingin bæta við sig sjö þingmönnum og Píratar næðu þremur þingmönnum með því að rétt merja 3% þröskuldinn. Flokkur fólksins myndi hins vegar tapa sex þingmönnum, Sjálfstæðisflokkur tveimur og Miðflokkur og Framsókn sitthvorum þingmanninum.
Ef við deilum út þingsætum samkvæmt þessari könnun yrði þingheimur svona:
Ríkisstjórn:
Samfylkingin: 22 þingmenn (+7)
Viðreisn: 11 þingmenn (óbreytt)
Flokkur fólksins: 4 þingmenn (-6)
Ríkisstjórn alls: 37 þingmaður (+1)
Stjórnarandstaða á þingi:
Sjálfstæðisflokkur: 12 þingmenn (-2)
Miðflokkurinn: 7 þingmenn (-1)
Framsóknarflokkur: 4 þingmenn (-1)
Stjórnarandstaða á þingi alls: 23 þingmaður (-4)
Stjórnarandstaða utan þings:
Píratar: 3 þingmenn (+3)
Vg: enginn þingmaður (óbreytt)
Sósíalistaflokkurinn: enginn þingmaður (óbreytt)
Breyting frá júní-könnun Maskínu er helst sú að Samfylkingin bætir við sig 3,1 prósentum og Miðflokkurinn tapar sama fylgi, 3,1 prósentum. Þá dunka Sósíalistar um 1,5 prósentur, mælast nú með aðeins 2,9%, minna en Vg og Píratar. Samanlagt fylgi þessara flokka utan þings er nú 11,3% og er fylgi Sósíalista 1/4 af því. Samanlagt fylgi þessara flokka var 11,5% í febrúar, áður en herferð yfirtökuhópsins sem náði völdum í stjórnum Sósíalistaflokksins hófst, en þá var fylgi Sósíalista 1/2 af samanlögðu fylgi flokkanna þriggja. Sósíalistar hafa ekki mælst lægri frá Maskínu en nú.
Hér má sjá frágang Maskínu á niðurstöðum könnunarinnar:

Þarna sést til dæmis að samanlagt fylgi Sjálfstæðisflokks og Miðflokks er aðeins 27,9%, sem er með því lægra sem mælist. Samanlagt fylgi Samfylkingar og Viðreisnar er 47,4%. Hægrið er því aðeins um 70% af hinni svokölluðu frjálslyndu miðju. Það er engin hægri sveifla í íslenskum stjórnmálum.