Má menntamálaráðherra „tala vitlaust“?
Mikil umræða fer fram þessa dagana á félagsmiðlum um hvort aðfinnslur við tungutak ráðamanna séu valdhroki eða mikilvægt aðhald gagnvart íslenskunni.
Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra hefur fengið á sig gusur og gagnrýni vegna ensku- og íslenskukunnáttu. Vísir hefur tekið saman í frétt ýmis álitamál.
Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki – Vísir
Ráðherrann hefur líka fengið töluverðan stuðning við að mega „tala vitlaust“ líkt og það var kallað á árum áður. Skoðanir eru mjög skiptar um hvað sé rétt og gott mál.
Björn Þorláksson ræðir við Eirík Rögnvaldsson íslenskufræðing um þetta funheita mál við Rauða borðið á Samstöðinni í kvöld, þar sem leiðréttingar sem valdatæki verða meðal annars til umræðu.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward