Mikilvægt að halda áfengi frá ungu fólki

Það skiptir öllu máli að halda áfengisneyslu frá börnum sem lengst. Best væri ef ungt fólk snerti ekki áfengi fyrr en eftir 25 ára aldur vegna þroska heilans, en neysla getur skaðað framheilann óafturkræft.

Þetta segir Katrín Ella Jónsdóttir sálfræðingur og fagstjóri sálfélagslegrar meðferðar á Vogi. Hún ræddi vanda ungra notenda við Rauða borðið á Samstöðinni í gærkvöld. Því yngri sem við erum þegar við hefjum neyslu alkóhóls því meiri líkur eru á vanda.

Í þessu ljósi vakna spurningar um stóraukið aðgengi að áfengi síðustu misseri. Sífellt fleiri dreifingarstöðvar áfengis miðla áfengi eftir pöntununum á öllum tímum. Normalíseringu drykkju á íþróttaviðburðum er teikn um breyttan og varasaman tíðaranda.

Viðtalið við fulltrúa SÁÁ er lokahnykkur fréttastofu Samstöðvarinnar í bili um áfengismál. Alla vikuna hefur verið umfjöllun um ungt fólk, meinta aukna drykkju ungmenna og margvíslegar áskoranir, þar sem vísbendingar eru um að vandanum sé stungið undir stól í nafni frelsis og óheftra áhrifa markaðsaflanna.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí