Í kvöld verða tímamót hjá Samstöðinni en þá hefjast reglulegar fréttaútsendingar í beinni útsendingu klukkan 20.
Fréttir Samstöðvarinnar verða til að byrja með fjögur kvöld í viku frá mánudegi til fimmtudags áður en þjóðmálaþátturinn Rauða borðið fer í loftið.
Fjallað verður um helstu tíðindi dagsins og leitast við að finna samhengi og sjónarhorn sem varpa nýju ljósi á viðburði líðandi stundar.
Þau María Lilja Þrastardóttir, Gunnar Smári Egilsson, Sigurjón Magnús Egilsson og Björn Þorláks sjá um þáttinn en samanalögð reynsla blaðamanna Samstöðvarinnar af greiningum og fjölmiðlastörfum er yfirgripsmikil.
Reykinn af fréttaréttunum fundu áhorfendur og hlustendur fyrr í sumar þegar áhöfn Samstöðvarinnar sendi út nokkra fréttatíma. Þær útsendingar sýndu að ákall er hjá almenningi fyrir þjónustu sem þessari og verður frá og með deginum í dag um reglulegar útsendingar að ræða.
„Við sáum það í maraþonútsendingu Samstöðvar á dögunum að starfsfólkið okkar býr yfir vilja, ástríðu og getu til að taka ný og djörf skref samfélaginu til ábata,“ segir Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Samstöðvarinnar. „Við stefnum sumpart að öðruvísi umfjöllun en aðrir miðlar standa fyrir og lítum í þeim efnum að nokkru leyti til erlendrar fréttaumræðu,“ segir Gunnar Smári.

Þau Laufey Líndal Ólafsdóttir og Pétur Fjeldsted tæknimenn sjá um útsendingarnar.
Minnt skal á að styrktaraðilar Samstöðvarinnar geta gert sitt með virkum hætti til að Samstöðin þjónusti almenning enn betur en áður með deilingum á efni og með því að kaupa áskrift hér: