Harpa Henrysdóttir grunnskólakennari í Reykjavík og verkefnisstjóri hjá Reykjavíkurborg segir að unglingadrykkja hafi aukist töluvert síðari ár. Covid hafi valdið skaða sem sett hafi af stað heimsendaáhyggjur og ýmsilegt fleira megi nefna.
Mikill árangur náðist til að minnka drykkju ungmenna á síðustu öld. Ef pússa ætti rykið að samhentu þjóðarátaki á ný þyrfti að bæta Internetinu og samfélagsmiðlum við formúluna að sögn Hörpu, því nýjar leiðir hafi bæst við er kemur að tækifærum til að nálgast vímugjafa. Ný tækifæri en líka nýjar ógnir.
Æ fleiri börn treysta sér ekki til að mæta í skólann. Harpa starfar með um 180 börnum sem ekki treysta sér í skólann. Slagar nærri að sá hópur hafi stækkað þrefalt.
Harpa tekur undir margt af því sem fram kom í samtali Samstöðvarinnar við Árna Guðmundsson forvarnafulltrúa fyrr í vikunni. Í kvöld verður svo rætt við fulltrúa SÁÁ um hvernig megi stemma stigu við vanda, sem margir líta fram hjá í nafni frelsis og markaðshyggju.
Einn vandinn sem ræddur hefur verið er að aðgengi að áfengi verður meira meira og meira og hafa íþróttafélögin og einkum boltaíþróttir verið gagnrýnd harðlega í þeim efnum.
Hér er viðtalið við Hörpu, sýnt við Rauða borðið á Samstöðinni í gærkvöld.