Eyjólfur komi úr felum sem fyrst
„Vegakerfið er svo illa farið víða um land að það stendur vart undir nafni. Ríkisstjórnin hefur lagt stórauknar álögur á sjávarútveg sem að mestu leggst á landsbyggðina. Boðaðar eru skattahækkanir á ferðaþjónustu og enginn rekstur í þessu landi er lengur óhultur fyrir skattstefnu þessarar vinstri stjórnar. Það verður athyglisvert að sjá þá miklu innspýtingu sem búast má við í samgöngumál þegar áætlun ráðherra birtist því að eins og lofað var þá eiga þessar auknu álögur að fara til uppbyggingar innviða sem næst þeim byggðum sem leggja skattfé til,“ sagði Karl Gauti Hjaltason Miðflokki.
Karl Gauti endaði ræðuna svona: „Nýr hæstvirtur innviðaráðherra þarf að koma úr felum og sýna á spilin og það strax.“
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward