Sakar seðlabankastjóra um dómgreindarskort

Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir í samtali við Samstöðina að reglur um undirmannavanhæfi varðandi rannsókn starfsfólks Seðlabankans á framgöngu seðlabankastjóra ættu að gilda. Um það leiki ekki nokkur vafi. Vitnar Haukur í 5. mgr. 3. gr. stjórnsýslulaga í þeim efnum.

Heimildin greindi frá því að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefði verið rannsakaður af undirmönnum sínum í bankanum eftir að ljóst varð að unnusta hans stýrir fjárfestingasjóði sem Ásgeir hafi sem æðsti yf­ir­mað­ur eft­ir­lit með. Seðla­bank­inn seg­ir mál­ið hafa ver­ið skoð­að. Eng­ar vís­bend­ing­ar séu um að Ásgeir hafi miðl­að til henn­ar upp­lýs­ing­um.

Hins vegar hafa spurningar vaknað um hæfi undirmanna Ásgeirs til sjálfstæðrar rannsóknar.

“ Ef seðlabankastjóri er vanhæfur eru undirmenn hans það líka,“ segir Haukur. „Það þarf utanaðkomandi vald til slíkrar rannsóknar.“

Þá er líklegt, raunar nokkuð ljóst, að sögn Hauks að fjármálaeftirlitið – sem nú heyrir undir seðlabankastjóra – sé í heild vanhæft til að fara með eftirlit, rannsaka og taka ákvarðanir sem varða starfsemi fjárfestingasjóðsins sem um ræðir og eiginkona seðlabankastjóra stýrir. Líka vegna undirmannavanhæfi.

„Hafa verður í huga að fjárhagslegir hagsmunir vega alltaf þungt og náin tengsl líka – í þessu efni gilda væntanlega bæði 5. og 6. mgr. 3. gr. stjórnsýslulaga,“b segir Haukur. „Seðlabankastjóri getur verið í aðstöðu sem enginn annar Íslendingur er í – bæði sem seðlabankastjóri og sem yfirmaður fjármálaeftirlitsins – til þess að afla erlendis frá upplýsinga sem ekki eru á almannavitorði. Sjóður konunnar fjárfestir í breskum og bandarískum sjóðum skv. þeim gögnum sem finna má á netinu. Einhver gæti sagt að starfsmenn fjármálaeftirlitsins ættu að vera hæfir til að afla gagna og leggja málsatvik fyrir staðgengilsvald – en ekki að taka ákvarðanir eða leggja mat á slík gögn. Það er vegna sérstakrar kunnáttu þeirra sem ekki verður sótt annað. Ég tel þó ekki svo vera vegna alþjóðlegs eðlis mögulegra upplýsinga, íslensk stjórnvöld hafa fyrst og fremst rannsóknarheimildir hér heima,“ segir Haukur.

Auk þessara sjónarmiða um vanhæfi heillar stofnunar gerir seðlabankastjóri sig tortryggilegan vegna möguleika hans til að afla upplýsinga erlendis frá að sögn Hauks – upplýsinga sem íslenskir rannsóknaraðilar geta ekki endilega staðfest hvort hafi verið sóttar, hvers eðlis þær gætu verið eða frá hvaða aðilum þær gætu komið.

„Vera má að önnur stjórnvöld geti notað sér þetta mál til að koma seðlabankastjóra frá – sé á því áhugi. Annað hvort tímabundið meðan rannsókn stendur yfir eða varanlega. Sú aðstaða sem seðlabankastjóri hefur komið sér í virðist bera vott um dómgreindarleysi sem ekki má vera fyrir hendi í jafn mikilvægu embætti og hann gegnir,“ segir Haukur.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí