Verðið var allt að 300% hærra í Færeyjum

„Á sumri sem leið þá höfðu þó nokkrir sjómenn samband við mig af Norður- og Austurlandi sem voru á veiðum á makríl. Allir með tölu höfðu þann fyrirvara á upplýsingagjöfinni að gætt yrði trúnaðar og nafnleyndar. Sjómennirnir voru einróma um að gríðarlegur munur væri á því verði sem greitt væri fyrir makríl, veiddur úr sömu torfunni eftir því hvort aflanum væri landað í Færeyjum eða þá til vinnslu í eigu útgerðar hér á landi. Verðið var allt að 300% hærra í Færeyjum en það sem vinnsla í eigu útgerðarinnar greiddi hér á landi. Munaði þar allt að 200 kr. fyrir kílóið,“ sagði Sigurjón Þórðarson, Flokki fólksins og formaður atvinnuveganefndar Alþingis.

„Í framhaldinu að leitaði ég staðfestingar á þessu og því miður reyndust þessar upplýsingar á rökum reistar. Áætlað er að þessi gríðarlegi verðmunur hafi leitt til allt að 4 millj. kr. tekjuskerðingar sjómannanna á síðustu makrílvertíð. Það gefur augaleið að það munar um minna. Þessi verðmunur leiðir einnig til þess að ríkissjóður og hafnarsjóðir sveitarfélaga, sjávarútvegssveitarfélaga, verða af gríðarlegum fjármunum. Áætla má að tekjur hafnarsjóða hefðu verið 1 millj. kr. meiri ef greitt hefði verið svipað verð og í Færeyjum.

Þessi verðmunur á uppsjávarfiski er ekki aðeins bundinn við makrílinn heldur einnig við loðnu og kolmunna. Við þessu þurfa íslensk stjórnvöld að bregðast strax. Á morgun hef ég boðað yfirmann Verðlagsstofu skiptaverðs á fund atvinnuveganefndar til að kynnast starfsemi stofnunarinnar. Þar verður m.a. farið yfir þessi mál, en hjá stofnuninni vinna aðeins þrír einstaklingar, sérfræðingar, og það gefur augaleið að það þarf að tryggja þeim betri tæki til að afla upplýsinga um raunverðmæti aflans, því að 300% munur verður ekki skýrður með öðrum hætti en þeim að víða sé pottur brotinn hvað verðlagningu á þessum afla varðar.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí