Það eru forréttindi að fá að sitja við Rauða borðið, taka á móti gestum og ræða um heima og geima. Skrif komu við sögu í tveimur viðtölum í gær. Stefán Atli heldur námskeið um gervigreind, ekki síst fyrir eldra fólk. Hann lýst fyrir mér hvernig hægt væri að fá gervigreind til að skrifa fyrir sig grein, hann þyrfti bara að segja henni einhverja hugmynd og fengi þá strax fullbúna grein. Kristín Ómarsdóttir skáld ræddi líka skrif, sagði meðal annars að hún tryði því ekki sem sum skáld vildu halda fram, að fyrsta hugmyndin væri alltaf besta hugmyndin. Hún hefði reynslu af því að sjöunda eða níunda hugmyndin væri best. Mín reynsla er frekar þar. Ég skrifa til að hugsa, skrifin eru markmiðið miklu fremur en það sem endar á pappírnum (eða skjánum). Mér finnst óhugnanlegt hugmynd að mæla fram einhverja hugdettu og fá fullbúna grein til baka, án þess að hafa gengið sjálfur leiðina. Ef ég má vera grófur í samlíkingum þá er það svipað og sjá fyrir kvöldverð og fá ekki að kaupa inn til hans, ekki elda hann né borða hann; bara fá að kúka honum. Og það er skelfileg hugsun að sjá fyrir sér heim þar sem fólk mætir vopnað öflugri framsetningu á því sem mönnum dettur fyrst í hug, fyrstu viðbrögðum við fyrsta áreiti, dulbúnu sem íhugaðri hugsun. Hljómar eins og hreinasta helvíti.
Hljómar eins og hreinasta helvíti
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.