Isavia sagt stjórnlaust og fégráðugt fyrirtæki

Gestir í sjónvarpsþættinum Reynsluboltarnir á Samstöðinni í gær gagnrýndu stjórnendur Isavia harðlega. Bogi Ágústsson fréttamaður minnti á að fyrirtækið er í eigu almennings.

Þóroddur Bjarnason félagsfræðiprófessor kallaði aðgengið að flugstöðinni á Keflavík helsta flöskuháls Íslendinga við utanlandferðir fyrir skemmstu í samtali við Ríkisútvarpið.

Björg Eva Erlendsdóttir hjá Landvernd benti í þætti Samstöðvarinnar í gær á að um væri að ræða umhverfis- og loftslagsmál.

Bogi Ágústsson sagði í Reynsluboltunum að Isavia virtist orðið að ríki í ríkinu, sem virtist stjórnlaust. Isavia einblíndi á að græða sem mest. Bogi minnti á að fyrirtækið væri í eigu almennings, þótt stjórnendum virtist það ekki ofarlega á blaði að veita almannaþjónustu.

„Mér finnst frómt frá sagt flugstöðin með þeim allra leiðinlegustu sem ég kem á,“ sagði Bogi og gagnrýndi einnig dýrtíðina í Fríhöfninni, enda æ færri sem versluðu þar.

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hagfræðingur gagnrýndi merkingar og tímaáætlanir rútubíla sem aka til og frá flugvellinum. Erfitt væri að sjá hvar mætti leggja og hve mikið það kostaði.

„Mér finnst þetta ömurlegt,“ sagði Sigríður Inga og velti því upp að stjórnvöld myndu blanda sér í aðkomuna að þessum flugvelli.

Eru þá ónefnd gjöld fyrir bílastæði og mörg önnur álitamál sem hafa verið í fréttum.

„Mjög hátt verð og mjög léleg þjónusta,“ segir einn gestanna í þættinum.

Umræðan er á fyrstu mínútum þáttarins, en Reynsluboltar gærdagsins voru í umsjá Björns Þorláks.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí